Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 138
128
MOKGUNN
vinum hans og einhverjum mönnum úr söfnuði hans yrði
boðið að vera við þessa tilraun.
Eftir stutta útfararguðsþjónustu var líkkistunni
komið inn í bálstofuna. Um 100 manns voru viðstaddir,
og meðan líkið var að brenna, söng fólkið f jörlega spíri-
tista-söngva. Miðillinn hélt á lúðri, og alt í einu rétti
hún hann út frá sér, svo langt sem hún náði til, í fullu
dagsljósi, og karlmannsrödd heyrðist frá lúðrinum.
Stjórnandi hennar talaði fyrst, en var fáorður; orð hans
heyrðust greinilega um allan salinn. Þá kom miklu veik-
ari karlmannsrödd, og menn þektu, að þetta var rödd
hins nýlátna manns. Röddin kallaði á marga vini hans
og kunningja, sagði, að þeir skyldi færa sig nær lúðrin-
um, til þess að þeir gætu heyrt orðin greinilega. Hann
talaði við þá 15—20 mínútur, og allir tjáðu sig fyllilega
hafa gengið úr skugga um það, að vitsmunaveran bak
við þessa dularfullu rödd væri áreiðanlega þessi fram-
liðni vinur þeirra. Hann talaði með fögnuði um sigurinn
yfir dauðanum og endurfundina með ástvinum sínum.
Hann virtist að öllu leyti vera eins og hann átti að sér,
og gerði að gamni sínu við þá, sem nákunnugastir voru
honum, með þeim viðfeldna hætti, sem honum hafði ver-
ið eiginlegur, og meðal annars tók hann það fram, að
það væri ekki hann, sem væri að brenna þarna; „það
er ekki annað en gömlu, útslitnu fötin mín, og feginn er
eg að vera orðin laus við þau!“ sagði hann. Síðustu orðin
voru um þá yfirburði, sem röddin taldi brensluna hafa
um fram greftrun.