Morgunn - 01.06.1932, Side 18
12
MORGUNN
honum barið í gólfið, þangað til hann brotnaði. Það var
fyrsti hluturinn, sem brotinn var, en ekki sá síðasti. Eft-
irtektarvert er, að gauragangurinn gerðist venjulega að
degi til, en hætti um sólarlag.
Sjötta daginn var það einkum Harry, sonur prests-
hjónanna, 12 ára gamall, sem varð fyrir aðsúg þessara ó-
boðnu gesta. Húfan á höfðinu á honum var hvað eftir
annað rifin. Sólhlífin hans var líka rifin, meðan hann
hélt á henni. Buxurnar hans voru og rifnar, rifnar langar
rifur, hver við hliðina á annari, svo þær voru allar stund-
urtættar .Þetta gerðist í augsýn manns, er var þar gest-
komandi, og líka síðar um daginn, er pilturinn ók í vagni
með föður sínum. Presturinn heyrði hljóðið, er fylgdi því
að buxurnar rifnuðu, en var jafnnær fyrir því, því ekk-
ert sá hann óvenjulegt. Á þessu gekk í nokkrar vikur,
að fötin voru rifin af piltinum, og líka kom það fyrir, hálfu
öðru ári síðar, er hann var sendur í skóla.
Sjöunda daginn tóku þessir andagestir prestsins upp
á því, að troða út föt heimilisfólksins, og búa til úr þeim
myndir eða mannlíkingar. Voru höfð til þess utanhafnar-
föt og búningar, er héngu á víð og dreif í húsinu. Innan
í þessa búninga var troðið koddum og ýmsum línfatnaði.
Þetta gat gerst með svo skjótri svipan, að allir undruð-
ust, og var gert með frábærum hagleik og smekkvísi. Þess-
ar myndir fundust í aflokuðum herbergjum, örfáum mín-
útum eftir að við þau hafði verið skilið. Alls voru 12 þess-
ar myndir búnar til. Sumum þessum myndum var 'tylt
upp svo sem væri þær maður á bæn, eða í andlegum hug-
leiðingum, bænabók eða biblía lögð fyrir framan þær.
Mynd af prestskonunni var svo haglega gerð, að son-
ur hennar, þriggja ára, viltist á henni. Þegar hann kom
inn í herbergið, þar sem þessi úttroðna mynd var, ásamt
systur sinni, sagði hann við hana: „Hafðu ekki hátt;
mamma er að lesa bænirnar sínar“. Ýmsir gestir komu
]iar um daginn og sáu bæði myndirnar og fleira, sem
gerðist. Allir undruðust, og enginn skildi neitt í neinu.