Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 9
MORGUNN
3
ill kemur í húsið. Stundum geta þeir þá líka gert grein
fyrir veru sinni og óskum, og tekið á móti leiðbeining-
um, svo reimleikinn hættir.
Miðillinn Mrs. Mary Davies segir frá einu slíku
fyrirbrigði frá þessari öld í endurminningum sínum.
Hún og fjölskylda hennar höfðu fyrir skömmu flutt
inn í hús eitt í Lundúnum, án þess að vita hverjir hefðu
búið þar áður. Eitt svefnherbergið stóð autt, en í því
heyrðust barin, á hverri nóttu, þung högg, og var svo
mikið um þetta, að það truflaði næturfrið fólksins í hús-
inu. Frúin réð það þá af, að halda samstundis fund í
herberginu. Tveir fyrstu fundirnir urðu árangurslaus-
ir, en á þriðja fundinum sá hún gamla konu, liggjandi
í rúmi, var hún með digurt prik í hendinni, og barði
því niður í gólfið. Gamla konan sá Mrs. Davies, og sagði
við hana: ,,Hver ert þú? Ekki var eg að kalla á þig. Eg
var að kalla á son minn og dóttur, sem búa á næstu
hæð fyrir neðan. Æ! Æ! Hvar eru þau?“ Allt þetta
sagði hún með mikilli alvöru, og eins og hún tæki mik-
ið út. Það leit út fyrir, að hún hefði enga hugmynd um,
að hún væri dáin. Mrs. Davies reyndi að gera henni
skiljanlegt ástand hennar og í þeim viðræðum sagði
kerling henni nafn sitt og dóttur sinnar. Hafði þá frú-
in góð orð um það við kerlingu, að reyna að ná í dóttur
hennar og bað hana jafnframt að koma aftur. „Koma
aftur“, sagði gamla konan, mjög önuglega. ,,Eg hef
ekkert farið. Eg er búin að liggja hérna í rúminu í tvö
ár“. Við nánari eftirspurn komst Mrs. Davies að því,
að ilt orð hafði farið af gömlu konunni og börnum
hennar. Á fundi síðar óskaði gamla konan eftir því',
að grafið væri í grasblettinn í garðinum, því þar væru
grafnir niður munir, sem hún vildi að væru eyðilagðir.
Maður frúarinnar, sonur þeirra og þriðji maður til,
grófu svo í grasflötinn og fundu þar ýmsan fatnað, fið-
ursæng, kodda og eitthvað fleira, og var því öllu brent.
Enga hugmynd hafði Mrs. Davies um þessa hluti,
1*