Morgunn - 01.06.1932, Page 15
MORGUNN
9
vel reyndur sálarrannsóknarmaður. Gaf hann út skýrslu
um rannsókn sína. Járnsmiðurinn hét Zimmert og voru
hjá honum tveir iðnnemar, en ekki aðrir starfsmenn. Verk-
færin og járnbútar fóru á flug um smiðjuna. Urðu þeir
fyrir þessu og stóð af því hinn mesti stuggur, sem von-
legt var. Smiðurinn hélt fyrst að kenslupiltarnir væru að
leika á sig, og hafði á þeim strangar gætur, en komst að
því, að sama flugið var á hlutunum, þó hvorugur piltanna
væri inni. Einu sinni var pípan tekin út úr munninum
á smiðnum og henni fleygt á rennibekkinn. Vanalega sá
Warndorfer ekki hlutina fyr en um leið og þeir duttu nið-
ur. Fimm sinnum lentu járnbútar á sjálfum honum, þrisv-
ur hittu þeir hann í höfuðið, og tvisvar meiddist hann
töluvert og í eitt skiftið, þegar þetta gerðist, var hann al-
einn inni í smiðjunni. Hann sá járnsirkil lenda á höfðinu á
öðrum piltanna, og detta svo niður. Drengurinn hljóðaði
UPP yfir sig og honum blæddi úr höfðinu. Þegar þetta
fferðist, voru báðir piltarnir að hjálpast að því, að renna
Sat á járn. Einu sinni er Warndorfer var einn inni, sá
hann dálitla mynd, er hékk á veggnum, líða niður og stað-
Pæmast ofur hægt á miðju smiðjugólfinu. Auðséð var að
drengirnir voru miðlar, annarhvor eða báðir, ]>ví þegar
þeir voru látnir fara, hætti allur gauragangurinn. Öðrum
þeirra var stefnt fyrir rétt og hann sektaður, og það þó
hann neitaði því fastlega, að hafa nokkuð til sakar unn-
ið og enginn gæti borið það, að hann hefði séð hann
kasta nokkrum hlut. Warndorfer var ekki í minsta vafa
um, að pilturinn var algjörlega saklaus. Svona getur
eunþá farið fyrir miðlunum á tuttugustu öldinni, þó ekki
séu þeir brendir, svo þúsundum skifti, eins og á sextándu
°g seytjándu öldinni.
í bæ, sem heitir StratforcL, í Connecticut í Bandaríkj-
um, gerðist draugagangur. Þykir sagan um hann flestum
hraugasögum fróðlegri og sögulegri, og vildi eg því segja
hana að nokkru. Hún gerðist í húsi prestsins Eliakim