Morgunn - 01.06.1932, Page 27
MORGUNN
21
uðu báðir ósjálfrátt. Mary fékk skeyti með dulheyrn sinni.
Auk þess féll hún oft í sambandsástand, en látnir vinir
töluðu gegnum hana. Mary reyndist líka vera raddamiðill
og mjög mikið fengu ]>au af sjálfstæðri dulritun. Þau
héldu sambandsfund á hverju sunnudagskvöldi og gerðist
þar margt, þar á meðal líkamningar, tilburðir o. fl. 1 eitt
skifti var spiladós flutt úr húsi þeirra í Lundúnum út á
sumarbústað þeirra í annari sveit.
Sálræni krafturinn til þessara fyrirbrigða var að
meira eða minna leyti tekinn frá öllu heimilisfólkinu, en þó
niest frá Mary. Hún var oft máttfarin, en andarnir sögð-
ust létta undir með henni við morgunverkin í því skyni að
hún gæti þá sofið lengur fram eftir. Til þessara morgun-
verka sögðust þeir þurfa lítið af sálrænum krafti í sam-
anburði við þann kraft, er þeir þyrftu til sjálfstæðrar
öulritunar. Ef lengri dulritunarskeyti voru á ferðinni,
vissi öll fjölskyldan af því; hver og einn fann kraft tekinn
frá sér. Þau fengu mörg hundruð skeyta og bréfa. Aldrei
voru ]>au rituð að þeim ásjáandi, en fundust hér og þar.
Oft fengu þau hugboð um hvar þeirra væri að leita. Mr.
Theobald fann þau oft er hann opnaði skrifborðsskúffuna
sína. Þau voru rituð með breytilegri rithönd, flest með
vithönd látinna vina, en stundum voru þau þó á tungumál-
l,ni, sem ekkert þeirra skildi. Stundum voru þau rituð á
samband'gfundum á hálfa pappírsörk, en hinn hlutinn
^anst þá í pappírsbókinni. Stundum var líka ritað á loft-
Jð í herbergjunum.
Eg læt hér staðar numið að segja þessar útlendu
sögur. En vér Islendingar eigum ógrynni af draugasögum,
að fornu og nýju. Þessar sögur, sem eg hefi sagt, taka þeim
Hestum fram að því, að þær hafa verið skrásettar skömmu
eítir að þær gerðust og það venjulega af mönnum, sem
háru skyn á þau sálræn vísindi, sem heimurinn hefir verið
að öðlast á síðari tímum. Þjóðtrúin hefir því ekki sniðið
l)aer til í sinn ramma og frásögumaðurinn varla haft til-
hneigingu til þess að ýkja frásögu sína, til þess að gera