Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 122
116
MORGUNN
Ritstjóra-rabb Morguns
um hitt og þetta.
Að öllum jafnaði telur Morgunn það ekki
^fyrirbrig^a1113 s^t hlutverk að leggja neitt til málanna
um það, sem deilt er um í blöðum vor-
um. En um undantekningar getur verið að tefla í þeim
efnum eins og flestum öðrum. Réttur sálrænna fyrir-
brigða, er benda út yfir þetta líf, til þess að vera tekin
til greina í skáldskapnum, virðist vera ein af þeim und-
antekningum. Maður, sem samið hefir dóm um leikrit,
er nýlega hefir verið sýnt hér í Reykjavík, hefir, að
því er eg skil hann, talið það illa til fundið að láta slíkt
komast að í skáldritum.
TT, .. , Aðalástæða hans er sú, að alt sé ,,þetta
Utanvið almenn- ’
an veruleika. utan vio hmn almenna veruleika . Fyrst
verður mér að spyrja: Hvað er mikið af
þeim atburðum, sem sýndir eru á leiksviði, innan við
,,hinn almenna veruleika"? Tökum til dæmis skopleik-
ina, sem hér hafa verið sýndir. Ef vér leggjum mæli-
kvarða ,,hins almenna veruleika“ á atferli mannanna
þar, þá mundi flestum koma saman um, að persónur
leikanna hagi sér að langmestu leyti eins og hálfbrjál-
aðir eða albrjálaðir menn. Er það ekki ,,utan við hinn
almenna veruleika“, að allfjölmennur hópur manna hagi
sér svo? Tökum dæmi af alvarlegri leikritum. Rennum
huganum til ekki ósnjallari og ekki ókunnari rithöfund-
ar en Ibsens. Gerir nokkur sér í hugarlund, að sú röð
af örlagaþrungnum atburðum og það safn af mönnum
með furðulegu lundarfari, sem hann flytur fram á sjón-
arsviðið, sé innan ,,hins almenna veruleika“? Vér hlæj-
um með ánægju að skopleikunum, ef vel er með þá far-
ið, og vér dáumst að snild Ibsens, og gerum oss enga
rellu út af „hinum almenna veruleika". Sannleikurinn