Morgunn - 01.06.1932, Side 11
MOEGUNN
5
framan hana, í gættinni, og voru þau nákvæmlega eins
að útliti og klæðaburði og Miss S. hafði lýst þeim. Þá
kallaði bróðir hennar aftur til hennar, en hún lokaði
augunum og þaut beint á vofurnar, og gegn um þær, og
komst niður, án þess að frekara bæri til tíðinda.
En þá örstuttu stund, sem frú R. hafði horft á
þessa svipi, hafði hún tekið eftir því, að fyrir ofan höf-
uð þeirra stóðu nokkur orð letruð, en í fátinu, sem á
henni var, truflaðist þetta í huga hennar. Þó mundi hún
með vissu tvö orðin, en þau voru „Dame Children".
Bæði frú R. og ungfrú S. höfðu þá séð eða heyrt
sama nafnið, ,,Children“, og því tóku þær sér fyrir
hendur, að grenslast eftir því, hvort nokkurt fólk með
þessu nafni hefði búið fyrrum í þessu höfðingjasetri.
Það gekk ekki greiðlega. Loksins, eftir fjóra mánuði,
hittu þær gamla konu, sem gat frætt þær á því, að gam-
all maður, sem hún hefði kynst í ungdæmi sínu, hefði
sagt sér frá því, að þegar hann var drengur, hefði hann
verið aðstoðarsveinn hjá umsjónarmanni veiðihundanna
á Ramhurst (en svo var þetta höfðingjasetur nefnt),
hjá stóreignamanninum Children, er ])á hefði búið þar.
Ungfrú S. hafði ennfremur komist í nokkuð nánari
kunningsskap við þessa tvo anda. Hafði gamli maðurinn
getað sagt henni, að hann hefði heitið ,,Richárd“ að
fornafni, og að hann hefði dáið árið 1753, og fór þá
ekki að verða svo undarlegt, að búningar þeirra hjón-
anna þættu nokkuð gamaldags.
Þegar hér var komið, kyntist hinn ágæti sálar-
rannsóknamaður, Dale Owen, fyrverandi sendiherra,
þessu máli, og rannsakaði það vandlega. Fekk hann
fullar, skjallegar sannanir fyrir því, að Richard Children
hefði keypt Ramhurst og búið þar til dauðadags 1753;
hefði hann þá verið 83 ára gamall. Það upplýstist líka,
að sonur hans hafði flutt burtu af herragarðinum, að
föðurnum látnum og loks, að árið 1816 hefði eignin
verið seld, og horfið með öllu úr Childerns ættinni.