Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 61
MORGUNN
55
iiún er að sofna eru sungnir sálmar, einn eða fleiri eftir
■atvikum. Eftir að hún er byrjuð, byrjar kvenvera ein, er
nefnir sig Finnu, að tala af vörum miðilsins; lýsir hún þá
því er hún heyrir og sér, og flytur skilaboð frá þeim, er
að sambandinu koma. Mjög er persónuleikur þessarar
kvenveru ólíkur persónuleik miðilsins. Komið hefir það
líka fyrir, að þeir er hafa komið að sambandinu, hafa
tekið beina stjórn á miðlinum og talað af vörum hennar;
bar einkum á því seinni hluta vetrar, og er ekki ólíklegt
að meira verði gert að því síðar. Meðal annars skal geta
þess, að tvisvar heppnaðist einum góðvin mínum, er hefir
sótt það mjög fast að ná sambandi við mig og sannfæra
mig um framhaldslíf sitt, að ná svo sterkum tökum á
sambandinu, að hann gat talað í eðlilegum málróm, svo eg
gjörþekkti rödd hans, og var það mér eitt nægileg trygg-
ing þess, hver það var, er talaði af vörum hennar.
Á fundi þann 8. nóv. síðastliðið ár segist Finna sjá
2 drengi standa fast hjá mér. ,,Eg held þeir séu bræður,
nei bræður eru þeir nú ekki, en þeir hafa verið eins og
bræður, þeir eru fremur skýrir, eg sé þá heldur vel. Ann-
:ar þeirra er dálítið hærri en hinn, hærri pilturinn hefir
skollitt hár, en sá lægri hefir ljósleitt hár, hér um bil hvítt,
hann er bjartari yfirlitum. Það er band á milli þeirra, ekki
vegna þess þeir séu bræður, en þeir hafa verið mjög sam-
rýndir, verið góðir vinir, þeim þykir vænt um þig, og þeir
þekkja þig vel. Þú hefir verið með þeim. Þeir fóru öllum
á óvart, miklu fyr en nokkur bjóst við, þá langaði til að
lifa lengur. Ósköp held eg þetta séu góðir drengir, eg held
öllum, sem kyntust þeim, hafi þótt vænt um þá. Þeir fóru
ekki heima hjá sér, eg meina, þeir dóu ekki heima hjá
sér, þeir voru þá lengra frá“. „Geturðu fengið að vita hjá
þeim, hvernig dauða þeirra bar að?“ spurði eg. „Eg fæ
nins og sting í brjóstið“, svaraði Finna, „þetta eru víst á-
hrif frá þeim, eg fæ eitthvað í hálsinn, mér finnst eg ætla
að kafna“. Hún hætti nú allt í einu að tala og tók andköf,
og var líkast því að heyra um stund, sem hún væri að