Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 88
82
MORGUNN
ar, minkar sveifluhraðinn og hún verður aftur sýnileg,.
fyrst sem gufa, og svo sem vatn.
Okkar sanni líkami er eterlíkaminn, og jarðlíkam-
inn að eins verkfæri, sem notað er hér á jörðu, en eter-
líkaminn er samstiltur eterheiminum, enda þótt hann
geti eigi orðið hans var meðan hann er í sambandi við
efnið. —
Þegar menn deyja, losna þeir við jarðlíkamann og
þá tekur eterlíkaminn til starfa í eterheiminum, óhindr-
aður af þeim jarðneska, enda verður alt eins raunveru-
legt fyrir honum í eterheiminum eins og það áður var
á jörðinni.
Menn flytja alt með sér inn í eterheiminn, nema
jarðlíkamann: alla hæfileika sína, skapgerðina, per-
sónuleikann, minnið, vináttuböndin, því þetta eru alt
eiginleikar eterlíkamans. Mönnum finst umhverfið á,
næsta stigi lífsins mjög líkt og það, sem þeir þekkja
hér, en þó er það þannig, að ástandið fer að miklu leyti
eftir hugarástandi þeirra. Þeir, sem eru á sama sviði
og hafa svipað hugarfar, skynja hið sama, en sviðin
eru mörg, og þó menn geti flutt sig niður á við og-
skynjað það, sem gerist á lægri sviðum en þeirra eig-
in, þá geta þeir ekki skynjað neitt eða starfað á hærra
sviði en þeir eru hæfir til að starfa á. Þess vegna geta
tveir framliðnir menn komið á fund og báðir talað við
fundarmenn, þó þeir stundum viti ekki hvor af öðrum.
Segir höfundurinn eina sögu af slíku fyrirbrigði, sem
mig langar til að segja yður.
Kona ein, sem hann var kunnugur í Glasgow, and-
aðist. Viku eftir að jarðarförin hafði farið fram, var
Mr. Findlay á fundi hjá Mr. Sloan. Á þeim fundi kom
sonur konunnar, Cecil að nafni, sem fallið hafði í stríð-
inu, og lét í ljós ánægju sína yfir því, að móðir hans væri
nú komin. Mr. Findlay spyr þá, hvort hún sé hjá hon-
um núna, og hann sagði að hún væri það, en hún vissi
ekki ennþá alveg að hún væri komin yfir um.