Morgunn - 01.06.1932, Side 56
50
MOROUNN
sjá smá-hækkandi hjalla eða ása nokkuð hrjóstruga og:
grýtta, þeir færu smá-hækkandi, uns þeir rynnu saman
við fjöllin fyrir ofan þá“. Sá, sem einhverntíma hefir
komið út í Helgustaðahrepp við Reyðarfjörð, getur naum-
ast annað en þekkt af þessari glöggu og skýru mynd, er
hann bregður upp, að hér er hann að lýsa staðháttum„
landslagi og útsýni frá Litlu Breiðuvík við Reyðarfjörð,.
þar er þessi maður átti heima. Frá bænum sést ekki út í
fjarðarmynnið og fjörðurinn sýnist lokaður þaðan. Reyð-
arfjörður er, eins og kunnugt er, fjöllum luktur á 3 vega
og niður við víkina, er hann sýnir henni, standa nokkux-
hús, öll lítil, en þegar staðið er á sérstökum stað, bera þau
hvert í annað og mynda þá til að sjá eins og dálítið þorp.
Hafa þessi hús verið notuð sem verbúðir af sjómönnum.
Eg spurði hann nú, hvort hann gæti minnt á eitthvert at-
vik frá samverutíma okkar. Frú Guðrún gat þess, að
hann virtist hafa af svo miklu að taka, að hann vissi naum-
ast á hverju hann ætti að byrja. „Hann sýnir mér mikið
af bókum“, hélt frúin áfram. „Hann segist hafa lært hjá.
yður réttritun og reikning og eitthvað fleira. Hann sýn-
ir mér fleiri bækur, það eru allt námsbækur"; hann hefði
líka verið að læra erlend mál, en þann tíma, er hann hefði
verið við nám hjá mér, hefði hann ekki verið heima b.já
sér, heldur búið hjá mér. Eg þarf enga skýringu að gefa
á þessari umsögn frúarinnar aðra en þá, að þetta er ná-
kvæmlega rétt. „Hann hefir verið óvenjulega námfús,
skýr og skilningsgóður“, hélt frú Guðrún áfram. „Skap-
gerð hans einkennir rólyndi og festa, hann hefir verið
einkar einbeittur og ákveðinn, tryggur, vinfastur og á-
byggilegur og honum hefir þótt innilega vænt um yður‘‘.
Eg held, að fáir eða engir hafi verið honum nákunnugri
en eg, en mér væri alls ekki unt að draga sannari eða.
skýrari mynd af skapgerð hans en þarna er gert í fáum
og skýrum dráttum. „Geturðu sagt mér, hvar við vorum
seinast saman?“ spurði eg því næst. Frú Guðrún kvaðst