Morgunn - 01.06.1932, Side 111
MORGUNN
105
veru. Og á botni kílsins sá eg son minn, Völund, liggjandi
á bakinu móti austurátt. Mér varð svo mikið um þenna
fyrirburð, í svefninum fyrst og síðan í vöku, að ég lét
þenna son minn læra sund fyrstan sona minna, þó að hann
væri ekki elztur þeirra að aldri. Mér stóð í mörg ár geig-
ur af draumnum, en hann var farinn að réna, áður er draum-
urinn rættist.
En þegar mér þótti mest við liggja, varð draumgáfan
ónýt. Ekki var til hennar að leita að athvarfi.
Maður, sem er ósyndur og engan hefir bjarglinda né
björgunarhring, fálmar eftir fjalarbroti og jafnvel hálmstrái,
þegar honum liggur við druknun. Og mér fór á þá leið.
Maður bjó í grend við mig, sem ritar ósjálfrátt, en við
honum hafði eg aldrei litið. Nú þegar öll sund virtust
lokuð, kom mér í hug að finna hann að máli og leita hjá
honum véfrétta eða úrlausnar, ef svo mætti verða, því að
mínar ástæður gátu þó ekki versnað úr því, sem komið
var. Mig langaði til að fá sannanir fyrir því, að sonur minn
lifði og vissi í þenna heim, skýlaust. Eg lagði spurningar
fyrir miðilinn og son minn um leið og voru þær á þessa lund:
Ef sonur minn heyrir til min og getur látið í ljós orð
og hugsun, þá segi hann til um það, hvort eg hefi ort um
hann kvæði, undir hvaða hætti og hvers efnis?
Að svo mæltu fór eg frá miðlinum og lét hann bíða
tækifæris um úrlausnina.
Bróðir miðilsins, Hermann að nafni, hafði druknað fyrir
allmörgum árum. Hann hefir oft talað gegn um miðilinn,
eftir því, sem skriftin hermir. Eftir að eg var allur á braut
frá miðlinum, komst hann í þær stellingar að rita ósjálfrátt
það, sem nú skal greina:
».Tá, Hermann, það er eg.1) Völundur frá Sandi er hér
staddur og vildi svo feginn geta látið sjálfur eitthvað á
blaðið, en hann er í svo miklu uppnámi, að þess er ekki
1) Miðillinn mun hafa spurt nieð sjálfum sér, hver nú væri að
koma í sambandið.