Morgunn - 01.06.1932, Page 117
M 0 R G U N N
111
að hún hafi getað brugðið sér á leik, án þess að hversdags-
maðurinn hefði þar hönd í bagga. Sú skýring er reyndar
ekki á marga fiska, þegar þess er gætt, að t. d. þessi miðill
tekur engum sýnilegum hreytingum frá hversdags ásig-
komulagi, meðan hann ritar. Hann skrifar hægt, drepur
penna í blek og setur greinamerki. Þó tekur hann nærri
sér að skrifa og verður eftir sig til muna, ef hann er lengi
að þess háttar störfum.
Eg ætla nú að birta kvæðið um andlát Gunnlaugs orm-
stungu með þeim eyðufyllingum, sem miðillinn lagði til
Hans viðbætur eru einkendar með skáletri:
Veit eg, að þrýtur vaka.
Verður mér litið til baka.
Æfiskeið runnið á enda.
Eldana veit eg brenda.
Svipir gamalla sorga
sveima’ yfir rústum borga.
Húmið á sæinn sígur.
Sólin til viðar hnígur.
Mitt ráð var að drotna og ríkja,
renna’ ekki af hólmi né víkja,
því fyrri skal brandi beita
en bleyða og ragmenni heita.
Að vera hnjúkurinn hæsti
er hetjunnar draumur stærsti.
Margir um örlög sín ugga
í annara manna skugga.
Þrána til valda og víga
volaðir yfirstíga.
Brynti eg mínum brandi
í blóði á sæ og landi.
Notaði’ ei tæpitungu.
Tilsvörin brendu, stungu;
auðmýkja kunni engi
Ormstungu fyrr á vengi.