Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 63
MORGUNN
57
sjá, sem þeir hafi fylgst vel með því, er eg hafði fvrir
stafni, enda sagði hann, að þeir hefðu báðir verið inni
hjá mér.
Á fundi þ. 22. nóv. síðastliðið ár getur Finna þess, að
drengirnir mínir séu komnir, (hún nefnir þá æfinlega
svo). Segir hún þeir sýni sér tvo hesta, annar þeirra seg-
ir hún að sé hvítur — nei, hann er ekki alveg hvítur, það
er eins og það sé dálítið grátt í honum, en hinn er jarpur.
Finna segir, að dökkhærði drengurinn taki það fram, að
eg muni kannast við gráa hestinn, og er það sannmæli,
því eg hafði töluverðar mætur á honum og klárinn var
heldur hændur að mér. En við jarpa hestinn kannaðist eg
ekki og gat ekki áttað mig á, hvað hann ætti við með
honum, og bað því Finnu að spyrja hann nánar um þetta.
„Hann segir, að pabbi sinn hafi ekki átt hann“, svaraði
Finna og er það rétt, því að enginn jarpur hestur var til
þar á heimilinu. En hvað áttu þeir við með jarpa hest.n-
um? Það var mér ráðgáta og úr henni fékk eg ekki leyst
í það sinn, enda var orðið áliðið fundartíma, og frekari
skýringu gátu þeir ekki komið í gegn í það sinn.
Á næsta fundi, þ. 29. nóv., segir Finna, að þeir sýni
sér aftur þessa sömu hesta. „Dökkhærði drengurinn segir
að pabbi sinn hafi stundum setið á jarpa hestinum“, mælti
Finna. í þessu botnaði eg ekki neitt, fannst þetta vera ein-
hver vitleysa. Því nær samstundis segist Finna sjá margt
fólk á ferð, „það er á reiðtúr, einhverri skemmtiferð, land-
ið, þar sem það fer um, er fremur slétt, víðáttumikið,
svona nokkuð, og fjöll sé eg í fjarska. Drengirnir þínir
eru líka með í hópnum“, segir Finna, „þeim þykir gaman
að ríða hart. Ljóshærði drengurinn er á hvítum hesti, en
hinn á dökkum. Hann hleypir hvíta hestinum á sprett. Nú
tek eg eftir stúlku, hún er á jörpum hesti, hún er ekki með
þessu fólki, er eg sé, en hún hefir verið á ferð, slegist í
hópinn og orðið því samferða um stund, eins og gengur og
gerist í sveit. Nú hleypir ljóshærði drengurinn hvíta hest-
inum á sprett, en þá tekur jarpi hesturinn, sem stúlkan