Morgunn - 01.06.1932, Page 81
M0R6UNN
75
ur, en það er þá líka jafnframt sönnun þess, að frá-
-sögnunum ber nokkuð vel saman, þó þær komi úr ýms-
um áttum, og er það út af fyrir sig nokkur sönnun um
veruleika þess, sem haldið er fram.
Eins og nafn bókarinnar bendir á, er grundvallar-
skoðun höfundarins sú, að þegar vér höfum samband
við framliðna menn, tölum við þá og heyrum þá tala,
þá' séum vér á takmörkum ljósvakasviðsins, eða eter-
heimsins, eins og þetta venjulega er nefnt.
Ekki er það þó svo að skilja, að eterinn taki fyrst
við, er efninu, eins og vér erum vanir að kalla það,
sleppir, því það er skoðun flestra, sem fengist hafa við
rannsóknir á þessu máli, að eterinn gegnsýri alt, þann-
ig að okkar heimur sé hluti af eternum, en sveifluhrað-
inn eða vibrationirnar ráði því, hvað vér sjáum, heyrum
og finnum til. En til þess að samband fáist við íbúa et-
ersins, sem eru framliðnir menn, þá verði þeir að lækka
sveifluhraða sinn svo mikið, að þeir geti haft áhrif á
efnið í okkar heimi — að vísu með aðstoð miðla. En
þegar um beinar raddir er að ræða, þurfa þeir að geta
sett loftið á hreyfingu þannig að vér heyrum til þeirra,
og yfirleitt þurfa þeir að komast sem næst því, sem vér
köllum jarðneskt ástand.
Til þess að geta yfirleitt skilið umhverfi sitt nú
á dögum, og skilið það, að fleira geti verið til en það
eitt, sem sýnilegt er og áþreifanlegt, þá verða menn
að gera sér ljóst, að ástand áþreifanlegra hluta er
mismunandi eftir sveifluhraða þeirra, hlutir eru mis-
munandi þungir í sér, mismunandi harðir eða mjúkir,
heitir eða kaldir, o. s. frv., alt eftir því, með hvaða
hraða og eftir hvaða reglum frumeindir þeirra sveiflast.
Einnig vita menn, að það efni, sem vér skynjum
hér á jörðu, er ekki nema sáralítill hluti af því efni, sem
fyrirfinnst þar, eða vér getum ekki skynjað sveifluhrað-