Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Side 68

Morgunn - 01.06.1932, Side 68
62 MORGUNN við drengina, sem voru með honum á bátnum. Er hann kemur í sambandið, virðist hann lifa upp liðinn atburð, endurminningarnar um slysið sjálft bera allt annað ofur- liði og valda því, að hann á erfitt með að átta sig. Hann getur þess, að hann sjái ekki landið. Eðlileg virðast mér þau ummæli hans — í grenjandi roki og hafróti sér ekki langt. Honum finst hann vera að leita að einhverjum, er hann nefnir Jóhann-es. Þennan dag var mágur hans, Jó- hann Þorvaldsson á sjó og er ekki ólíklegt, ef eitthvað hef- ir orðið að hjá þeim, áður en slysið vildi til, og þeir ver- ið að horfa eftir hvort þeir sæu bát hans nálægt, ef vera kynni þeir gætu gefið honum einhver merki. Lýsingin á útliti hans er rétt, svo langt sem hún nær. Hann hafði stundum ljósleitt skegg á efri vörinni, en rakaði sig stund- um alveg. Það er enn fremur rétt séð hjá Finnu, að augu hans voru gráblá og greinilegir móleitir blettir innanum gráa litinn. Þetta atriði eitt út af fyrir sig varð líka nægi- legt til þess, að maður einn að austan, er heimsótti mig í fyrra vetur, Ólafur Sveinsson kaupmaður á Eskifirði, greip fram í, er eg var að lesa þetta fyrir hann: Þetta er hann Eiríkur Helgason, eg man vel eftir þessum einkenn- um í augunum á honum, en þó einkennilegt sé, mundi eg ekki eftir því, svo mér þótti umsögn hans um þetta atriði góðar fregnir. Á fundi þ. 24. janúar, er nokkuð var áliðið fundar- tíma, gat Finna þess, að hún sæi þennan sama mann hjá mér. Var hún auðheyrt dálítið undrandi yfir því, að hún kvaðst sjá band á milli okkar; það kvaðst hún ekki sjá nema milli skyldra, en við værum áreiðanlega ekki skyld- ir. „Þið hafið sjálfsagt verið góðir vinir“, sagði Finna. Er það alveg rétt hjá Finnu, því hann var einn af þeim, sem eg hefi átt margar mínar beztu stundir með. Á fundi þ. 1. marz síðastliðinn sagði Finna, að þessi maður væri kominn og sækti það mjög fast að fá sjálfur að tala gegnum miðilinn. Hún var þó í vafa um það, hvort hún ætti að láta hann koma sjálfan í sambandið. Var nú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.