Morgunn - 01.06.1932, Page 64
58
MORGUNN
situr á, viðbragð, eða hann hálffælist, svo að stúlkan dett-
ur af baki; en nú sé eg þetta ekki lengur'*, sagði Finna.
Mér var þetta jafn óskiljanlegt og áður. Um víðáttumikið
slétt landslag er ekki að ræða niður í Fjörðum á Austur-
landi, og enn þá óskiljanlegra þetta, er hann sagði um
jarpa hestinn, sem pabbi sinn hefði stundum komið á
bak. Mig minnir, að einn jarpur kerruhestur sé til í
hreppnum, en man þó ekki, hvort hann var til á þeim bæ
um það leyti, sem þetta ætti að hafa getað gerst; en þótt
svo hefði verið, var það ósennilegast af öllu, að nokkur
hefði beðið um hann í reiðtúr, því honum var lítið um
slíkt ferðalag gefið og hafði þá til að ganga fremur a+'t-
ur á bak en áfram. Eg varð því að leita mér upplýsinga
um þetta atriði. Á Vífilstöðum lá þá bróðir dökkhærða
drengsins. Eg kom öðru hverju til hans til hans, sagði hon-
um frá þessu og spurði hann, hvort hann gæti nokkuð áit-
að sig á þessu. Hann kvaðst vel muna eftir, að þetta hefði
gerst. Sagði hann, að foreldrar sínir, og fleira af skyld-
fólki þeirra og kunningjum hefði farið skemmtiferð upp
í Fljótsdalshérað. Við það gæti lýsingin á landslaginu átt.
Hann kvaðst líka muna að annar drengurinn hefði fengið
lánaða hvíta hryssu í ferðalagið, en hinn hefði haft brún-
an hest, þeir hefðu skifst á um hestana, enda hefði gæða-
munur verið nokkur á þeim. Þeir hefðu sagt sér, að stúlka
ein hefði orðið þeim samferða um hríð, en einu sinni pf g-
ar Ijóshærði drengurinn hefði hleypt hvítu hryssunni,
hefði hestur aðkomsutúlkunnar fælst, og hún hefði hrotið
af baki. Að vísu hefði hann ekki verið með í ferðinni, en
þeir hefðu sagt sér af þessu atviki. Fleira gat hann ekki
gefið mér upplýsingar um, en benti mér á, að frændi s."nn,
er lægi á Landakotsspítala, hefði verið með í ferðalagi
þessu, vissi sennilega nánar um þetta. Eg hitti hann að
máli daginn eftir. Hann mundi vel eftir þessu ferðalagi
að sumu leyti, ýmsu kvaðst hann samt vera búinn að
gleyma í sambandi við það. En það kvaðst hann muna vel,
að faðir sinn, mágur Ólafs á Helgustöðum, hefði fengið