Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 116
110
MORGUNN
Vísunni, sem nú kemur næst, fylgdi þessi athugasemd:
»Þetta hefir orðið til í sambandi við andvökunætur þínar,
pabbi«:
Þegar náttar sólin sig,
sigur að háttatíma,
værðar- þátta þá um þig
þrinni máttug gríma.
Hagmælt kona sá þessa visu hjá miðlinum og fann
að því, að þ-in rækjust á í þriðju ljóðlínu. Út af þeirri
aðfinnslu ritaðist hjá miðlinum:
»Máske fellur henni betur:
Værðar þáttum vefji þig
veglynd, máttug gríma.
Þessi vísa kom á pappír miðilsins að mér fjarstöddum,
slíkt hið sama leiðréttingin.
Eftir fráfall Völundar míns fundum við vandamenn
hans í hirzlum hans kvæðabrot og kvæði, sem nú eru að
miklu leyti komin út í Ársriti Laugaskólans. Þar á meðal
er kvæði um andlát Gunnlaugs ormstungu. í það voru
þrjár eyður. Á tveim stöðum vantaði eitt orð eða tvö, á
einum stað vantaði tvær ljóðlínur. Mér og útgefanda ritsins,
Arnóri skólastjóra, kom saman um að Iáta þessar eyður
óuppfyltar, m. a. fyrir þá sök, að hvorugur okkar gat ort
í þær, svo að okkur líkaði. Mér þótti þó miður að hafa
eyðurnar og sannast að segja þóttist eg lítið skáld í það
sinn. Eg fór nú til miðils mins,og bað hann að vera á verði,
ef hann fengi frá Völundi mínum leiðrétting þessa máls —
og hún fékst. — Eg ætla þeim, sem þetta sjá eða heyra,
að dæma um það, hvort þeim þyki líklegt, að verkamaður,
sem aldrei hefir gert visu, hafi í þessu efni orkað því, sem
við Arnór skólastjóri, sem er skáldmæltur, leiddum hest
okkar frá. — Eina hugsanlega skýringin, »frá almennu sjón-
armiði«, er sú, að undirvitund miðilsins sé skáldmælt og