Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 86
80
M 0 R G U N N
þær eru framleiddar, þá er oss sagt, að talpípan eða
lúðurinn sé jafnan flutt til meðan á fundi stendur og
henni beint að þeim, sem tala á við, enda veitir oft ekki
af því, þar eð raddirnar eru stundum svo veikar að
tæplega er unt að heyra þær, og er það einkum ef sá
sem talar er óvanur, eða ef lítill kraftur er á fundinum.
Eitt má nefna í þessu sambandi, og getur verið að
það skýri að nokkru leyti, hve sjaldgæfar hinar beinu
raddir eru. Höfundur bókar þessarar segir eftir hinum
framliðnu, að útfrymi það, er fáist frá miðlum og fund-
armönnum, sé alveg gagnslaust eins og það komi frá
miðlinum. En til þess að geta notað það, þurfa efna-
fræðingar þeirra að bæta allskonar öðrum efnum við
það. En hvaða efni það eru, fær maður ekki að vita,
enda segja hinir framliðnu, að vér getum ekki skilið
það, jafnvel þó vér fengjum að vita það. Forseti félags-
ins hefir einu sinni sagt hér á fundi, að eitt sinn, er hann
hafi beðið framliðna menn að reyna að framleiða bein-
ar raddir á fundum hér, þá hafi þeir sagt, að þeir kynnu
það ekki. Ef því er svo varið, að einhver alveg sérstök
efni þurfi til þess að slíkt megi takast, er viðbúið að
tiltölulega fáir hinumegin hafi þá kunnáttu, er þarf til
þess að framleiða það, og því séu beinu raddirnar ennþá
svo sjaldgæfar. En það er skaði vegna þess sem áðan
var sagt, að fá miðilsfyrirbrigði geta flutt mönnum eins
ótvíræðar sannanir, ekki sízt ef röddin sjálf þekkist
svo vel, að það eitt er nóg til að færa mönnum heim
sanninn um, hver sé að tala.
í bók þeirri, er eg hefi nú verið að tína ýmislegt
úr, eru nokkrar sögur, er sýna að Mrs. Sloan er ágætur
sannanamiðill. Reynsla höfundarins í tólf ár hefir auð-
vitað fyrir löngu fært honum heim sanninn um veru-
leika fyrirbrigðanna og hvaðan þau stafi, og ennfremur
að miðillinn sé hinn áreiðanlegasti í hvívetna, og að