Morgunn - 01.06.1932, Page 114
108
MOEGUNN
Sendi eg að Sandi
sólhlýja kveðju
föður og frændum
og frábærri móður.
Horskir við hagleik
höldar mig kendu;
geta mín goðsagnir
gullaldar vors.
»Þú spyr, hver stjórni þessu skrifi. Eg ætlast til, að
það sjáist á því, sem skrifazt hefir hér að ofan«.
Eg var fjarvistum við miðilinn, enn sem fyrri, þegar
hann ritaði þetta. Nú þegar eg las vísuna hjá honum,
mælti eg: »Síðasta orðið er rangritað, þar ætti að standa
vorrar — gullaldar vorrar«. Hann starði á mig og mælti
svo: »Þannig kom það á pappírinn, eins og eg skilaði því.
Meira veit eg ekki«. Eg breytti svo orðinu og fór mína
leið. — Daginn eftir ritaðist þetta hjá miðlinum: »Pabbi!
. . . Við segjum að fresta til vors. Gullöldin átti vor. Mér
þótti stirðara vorrar«.
Eg varð eins og þrumu lostinn! Mér hafði ekki dottiðþetta
í hug og sat með rangfært handritið, orðinn uppvís að því,
að kunna íslenzka tungu miður en sonur minn framliðinn
— þ. e. a. s. eftir að hann var dáinn. Þeir menn, sem
þekkja miðilinn og séð hafa vísuna, segja einum munni:
Þetta getur hann ekki hafa kvedid.
Á það vil ég benda, að mér þykir merkilegt í vísunni,
þar sem hann segist senda kveðju frœndum. Á heimili
mínu eru engir frændur hans, nema systkini. En eg nefndi
syni mína oft frœndur í ávarpi, t. d. er eg vakti þá á
morgnana til verks: »Góðan daginn, frændi, vaknið nú,
frændur, yngismær er komin, sem vill finna ykkur — morg-
ungyðjan sjálf«.
Þetta gat miðillinn ekki vitað.
Svo er hátturinn. Hann er á þessarí vísu með þeim
hátíðabrag, sem eg hefi sett á fornyrðalag, og þó Jónas