Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 76
70
M 0 II G U N N
ur athygli á, muni vera lifandi; hún sýnir hann ungan,
á þeim aldri, er hann muni hafa verið, er þau kyntust.
Þessi kona hefir gifzt í skautbúningi; eg sé hana standa
upp við altari í kirkju og þennan mann við hlið hennar.
Kona þessi gengur nú nokkur skref frá honum. Hún færir
sig nú nær yður, og kyssir yður í kveðjuskyni“. Frú Guð-
rún ávarpaði nú Ólaf Helgason aftur og sagði, að þessi
þrjú, er hún hefði lýst hjá honum áður, væru þar öll,
„og mér finst þau öll vera kunnug og hafa verið saman.
Mér virðist sem pilturinn, sem eg var að lýsa, muni eiga
móður á lífi; hann langar til að koma orðsendingu til
hennar, og biðja hana þess, að fella ekki tár sín vegna, því
hann sé ánægður og glaður. Þó að hann hafi búizt við því
að fá að vera lengur hjá henni, þá sé hann búinn að sætta
sig við umskiftin, og sé ánægður með þau. Nú vefur hann
yður örmum, kveður yður, og þakkar um leið svo hjart-
anlega tækifærið, sem þið hafið veitt sér“. í fundarlokin
höfðu allir yfir hina drottinlegu bæn, og sungu að síð-
ustu: „Nú legg eg augun aftur“.
Til skýringar þessu skal eg taka það fram, að Vil-
hjálmur Stefánsson kannaðist við, að hann hefði þarna.
fengið ágæta lýsingu af látinni fyrri eiginkonu sinni.
Hvert það atriði, er hún hefði dregið fram, væri hárrétt.
Fæstir bjuggust sennilega við því, að hún væri að sýna
þarna, með manni þeim er frú Guðrún sér snúa baki að
sér, og hún sér standa við hlið hennar við altarið í kirkj-
unni á giftingardegi þeirra, eftirlifandi eiginmann sinn,
Vilhjálm Stefánsson, er sat þarna hjá okkur —, þótt ekki
væri af annari ástæðu en þeirri, að hann hefir skoldökt
hár. En hann upplýsti það eftir fundinn, að á yngri ár-
um hefði hann haft ljóst hár, hér um bil hvítt, og þannig
hefði háralitur hans verið, er hann kvæntist þessari konu.
Ennfremur skal eg geta þess, að Ólafur Helgason kannað-
ist við öll þau þrjú, er komu til fundar við hann. Lýsing-
una af stúlkunni kvað hann eiga vel við stúlku, er alist
hefði upp á heimili fóstra síns. Ennfremur var hann í