Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 129
MORGUNN
128
inn af ritgjörð um þetta mál (sálarrannsóknirnar). Rit-
gjörðin mun vera hugnæm þeim mönnum, sem eru reiðu-
búnir til þess að kynna sér málið hleypidómalaust.
Margir hafa hingað til látið sem þeir vissu ekki af því,
sumpart vegna þess, að þeim nægir sú sannfæring þeirra
sjálfra, að persónulegt framhaldslíf sé sannleikur, sem
ekki þurfi sannana við, og sumpart vegna hins, að þeir
hafa látið fælast af bjánalegum öfgum sumra þeirra
manna, er halda slíkum sönnunum á lofti. En þetta ætti
ekki að afstýra því, að menn veiti hleypidómalausa at-
hygli vel staðfestri reynslu skynbærra heimildarmanna.
Að vísu lét drottinn vor lítið uppi um háttu og umhverfi
hins komanda lífs, þó að hann boðaði það, að menn
ættu það í vændum. En því verður tæplega haldið fram,
að hann hafi lokað fyrir allar horfur á því, að nýtt ljós
mætti fá yfir þessi atriði. Það virðist að minsta kosti
vera skylda að rannsaka það, sem sumum heiðarlegum
og leiknum athugunarmönnum virðist vera partur af
framhaldandi sannleiks-opinberun hans. En þörf er á
þeim fyrirvara, að rannsóknin sjálf á sambandi milli
bessa heims og hins heimsins ætti að vera í höndum
manna, sem leiknir eru í rannsóknarstarfinu, og sömu-
leiðis ráðvandir í þeim ályktunum, sem þeir draga af
þeim. Þeir menn, sem hafa verið að káka við málið af
eintómri forvitni, hafa gert bæði sjálfum sér og öðrum
mikið tjón“.
Auðsjáanlega er mikið djúp staðfest milli
Atferli sumra þegg frjálslyndis, sem biskupinn beitir í
annara enskra ., , ., . , . ,. .
kirkjublaða vitstjorn smm, og atferus annara enskra
kirkjublaða, eftir því sem einn prestur-
inn lýsir því. Presturinn er Charles L. Tweedale, höf-
ondur ágætra bóka um sálarrannsóknir, og nokkuð þekt-
Ur hér á landi, bæði af Morgni og bók eftir hann, sem
Mgð hefir verið út á íslenzku og heitir í þýðingunni „Út
yfir gröf og dauða“. Hann er þjónandi prestur í ensku
biskupakirkjunni. Honum segist svo frá, að hann hafi
brásinnis reynt að koma inn í kirkjublöðin frásögnum
u™ sálræna sannana-reynslu, en það hafi gengið þung-