Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 40
34
MORGUNN
fari með rétt mál, og að þeir, sem í öllum efnum reynast
skarpskygnir menn og dómbærir um erfiðustu viðfangs-
efni vísindanna, verji ekki viti sínu og starfskröftum ár-
um saman til þess að blekkja aðra. Eg fæ ekki séð að þessi
afstaða sé óskynsamleg, og hvað sem sagt kann að vera í
dönskum smáritum, þá veit eg að þessa afstöðu hefir
fjöldi íslenzkra manna, ungra og gamalla. Islendingar eru,
Guði sé lof, of skynsamir til þess að skilja þá röksemda-
leiðslu, að fylsta tillit beri að taka til þess, sem Sir Oliver
Lodge segir um flóknustu viðfangsefni eðlisfræðinnar, en
hins vegar sé ekkert mark takandi á honum, þegar hann
talar um reynslu sína á sviði sálarrannsóknanna.
Það er bersýnilegt af mörgu, sem er óþarfi að taka.
fram, að mikill hluti íslenzku þjóðarinnar hefir sýnt spiri-
tismanum meiri skilning en hann á að fagna víða erlendis.
En hvað er þá um íslenzku kirkjuna? Um hana ætla eg að
lokum að fara nokkrum orðum; eg ætlaði að segja eitt-
hvað um kirkjuna og sálarrannsóknirnar.
Eftir þeirri viðkynningu að dæma, sem eg hefi feng-
ið af kirkjum annara landa, hygg eg, að íslenzka kirkjan.
standi þeim fyllilega á sporði; prestarnir hennar, sem lifa
og starfa hér í fámenninu, prédika eins vel og stéttarbræð-
ur þeirra úti í umheiminum og margmenni hans og þeir
eiga þann höfuðkost, að þeir eru áreiðanlega djarfari í
því að opna sig fyrir áhrifum frá höfuðstraumum sam-
tíðar sinnar en fjöldi erlendra presta er; þess vegna mun
og leitun á kirkju — ef hún er til — sem sýnir spiritism-
anum yfirleitt meiri samúð en kirkja lands vors hefir
gert, og það er leitun á kirkju, sem síður hefir gert sig-
seka í heimskulegum fjandskap en hún. Andstaðan er auð-
vitað til, og hún kemur aðallega úr tveim áttum, annars-
vegar frá áhrifum, sem heimatrúboðsstefnan danska hef-
ir haft á nokkra íslenzka presta, og hinsvegar frá sára-
fáum prestum, sem enn halda dauðahaldi í ný-guðfræðina
þýzku í þeirri mynd, sem hún meðal annars birtist í í bók
síra Friðriks Bergmanns: „Trú og þekking". I þessu sam-