Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 82
76
MORGUNN
ann nema innan ákveðinna, tiltölulega mjög- lítilla,
takmarka.
Þetta á við um ljósið, hljóðið og hvað eina, sem
rannsakað hefir verið. Það svið, sem vér skynjum, er
talið vera minna en sem svarar einni þverhönd á móti
heilli mílu af því, sem vér ekki skynjum. Svo það er
örðugt að gera sér nokkra hugmynd um alt það, sem
getur átt sér stað á því sviði, sem skynjanasvið vort nær
ekki yfir, ekki sízt er vér íhugum hve mikið vér getum
þó orðið vör við á því litla sviði, sem vér ráðum yfir.
Oss veitist víst flestum allerfitt að skilja fyllilega,
að líf þeirra, sem komnir eru út fyrir vort skynjana-
svið, geti verið eins áþreifanlegt og vort eigið. En slíkt
fullyrða þeir allir, og þeir segja líka, að þeir geti held-
ur ekki skynjað það, sem fer yfir vissan sveifluhraða
hjá þeim, og að þeir þurfi að lækka sveifluhraða sinn
til þess að geta komist í nokkurn veginn samband við
þennan heim.
Um beinu raddirnar segja þeir, að þegar fundir
eru haldnir, þar sem þær eiga að heyrast, þarf all mik-
inn undirbúning af hálfu þeirra, sem vilja komast í
samband hinumegin frá. Eftir því sem höfundur segir
frá, eru margir við það starf riðnir. Þegar ákveðið er
að halda fund hér, og hverjir eiga að vera á fundinum,
er það látið berast til ættingja og vina þeirra hinumeg-
in, um að þeir skuli koma á fundinn. Þegar gott sam-
ræmi er komið á, með söng eða hljóðfæraleik, getur sá,
sem stjórnar, hafið undirbúninginn.
Til þess að framleiða beinar raddir, og raunar öll
fyrirbrigði miðla, þarf töluvert af efni því, sem þér
þekkið undir nafninu útfrymi eða ectoplasm, og dregið
er úr líkama miðilsins og fundarmanna. Vísindamenn
vorir deila reyndar um það enn í dag, hvort þetta efni
sé til í mannlegum líkama eða ekki, og flestir halda
fram að það sé ekki til, en hvað sem því líður, er það
daglega notað á fundum víðs vegar um heim, til þess