Morgunn - 01.06.1932, Side 128
122
MORGUNN
að prestar sæki sambandsfundi og tryggi sjálfum sér
þessar sannanir?“
Innan biskupakirkjunnar ensku er gefið
Biskupinn í ^ tímarit, sem heitir Liverpool Review.
Liverpool og , . , _ . .
timarit hans. Biskupinn 1 Liverpool er ntstjorinn. I sið-
ustu nóvember- og desember-heftum eru
birtar þar ritgjörðir eftir enskan prest, sem heitir A. F.
Webling. Hann var áður kunnur af mjög merkilegri sál-
arrannsóknabók, sem hann hefir samið. í fyrri ritgerð-
inni segir hann í stuttu máli sögu sálarrannsóknanna á
Englandi og árangur þeirra. Þá gætir hann því við, er
nú skal greina:
Tvenns konar
skýringar.
,,Á vorum tímum eru það aðallega fá-
fræðingar og hugsanaleysingjar, sem eru
í ákveðinni andstöðu við þær staðreynd-
ir, sem sálarrannsóknirnar hafa fengist við. Fyrirbrigð-
in viðurkenna yfirleitt þeir menn, sem hafa rannsakað
þau. Það er skýringin á fyrirbrigðunum, sem veldur á-
greiningi. I stuttu máli aðhyllast menn tvenns konar
skýringar. Annars vegar eru þær, er eigna öll fyrir-
brigðin mætti, sem búi með lifandi mönnum. Hins veg-
ar eru þeir, sem halda því fram, að reyndar megi gera
grein fyrir miklu með þessum hætti, en að eftir verði
mikill fjöldi staðreynda, sem ekki sé unt að skýra öðru-
vísi en með því, sem nefnt hefir verið anda-tilgátan;
með öðrum orðum, að fyrirbrigðin stafi frá tilveru og
starfsemi framliðinna manna. Báðar þessar tilgátur virð-
ast benda á andlegt eðli mannsins. Hvor skýringin er
sú rétta? Eg ætla ekki að leggja út í það, að halda
minni kenningu að öðrum mönnum, en eg segi það um
sjálfan mig, að eg er alsannfærður um, að síðari skýr-
ingin sé bersýnilega rétt“.
... , Þessar ritgerðir prestsins hafa vakið
Athugasemd .. .
biskupsins. mikla athygli. Þo hefir monnum þott enn
meira vert um athugasemd ritstjóra tíma-
ritsins (biskupsins í Liverpool). Hún er sú, er nú skal
greina:
„Annarstaðar í tímaritinu prentum vér fyrri part-