Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 52
46
M 0 R GU NN
Sannanir hjá miðlum í Reyhjauík.
Erinöi flutt i 5. R. F. i. 25. nóu. 1931.
Eftir Einar Laftsson.
Fyrir nokkrum árum flutti eg erindi í þessu félagi
um sálræna reynslu mína og sannanir þær, er eg hafði
hlotið, ýmist gegnum eigin hæfileika eða- sálræna hæfi-
leika annara, fyrir persónulegu framhaldslífi. Erindi mitt
um þetta er prentað í 4. árg. Morguns. Nokkru síðar, er
eg var á ferð hér í bæ, sagði eg ykkur frá ýmsu af því,
(•r síðar hafði borið fyrir mig.
Árin hafa liðið blönduð skini og skuggum. Sólskins-
stundum hugljúfra minninga, sem tengdar eru við sam ■
verustundirnar með hjartfólgnum vinum, og skuggum, sem
tengdir eru við skilnaðarstundirnar við þá sömu menn,
sem svo marga, bjarta og hlýja geisla höfðu borið inn í
líf mitt umliðinn sumartíma, meðan leiðir lágu saman, og
þær minningar einar útaf fyrir sig eru nægilegar til þess
þær verði ódauðlegar í huga mínum. En þó þær minningar
séu mér hugstæðastar allra og þessvegna yndislegasta
umtalsefni mitt, þá verða þær ekki efniviður erindis míns
í þetta sinn. í kvöld ætla eg að tala um nýjar minningar
og nýjar samverustundir með þeim, sem eg á umliðnum
árum hefi þráð með söknuði, samvterustundirnar þær,
sem björtustu geislana senda inn á forsælubrautir þær,
sem vegfarendur jarðlífsins einatt þurfa að ganga, tala
um ljósið frá hæðum, blítt og bjart, sem sannanir þær
er þeir hafa verið að koma í gegn síðastliðinn vetur, hafa
flutt með sér ekki aðeins inn í líf mitt, heldur og annara
eftirlifandi vandamanna þeirra og vina. Eg og eftirlifandi
vandamenn þeirra og vinir lítum svo á, að þær sannanir,
er þeir hafa verið að færa oss fyrir framhaldslífi sínu,
séu ekki aðeins ætlaðar oss einum. Þær séu ætlaðar fleir-