Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 43
M 0 R G U N N
37
ftianna og lýsingar á lífinu eftir dauðann, sem eg taldi
sannar. Val mitt hefi eg reynt að vanda eins og eg hafði
vit'til, eins og eg hefi ekki dregið dul á sannfæring mína.
Eg hefi reynt að fylgjast með því, hver áhrif þetta hefir
a sóknarbörn mín, og veit eg ekki til að nokkurt þeirra sé
hneykslað, og mér þykir sérlega vænt um það að sjá í hvert
Slnn, er eg kem í kirkjuna mína, að þar situr fólk, sem á-
Ktið hefir verið talsvert andvígt þessum málum. Nú kann
l^að að vera, að söfnuður minn sé svona óvenjulega um-
burðarlyndur við mig, en eg hygg, að hér liggi annað að
t>aki, sem sé það, að þegar beztu heimildir eru notaðar,
°g spiritisminn er borinn fram í einlægni á hentugum
tíma, að þá finni fólkið, að hann gefur því tímabærari og
sannari skilning á lífinu eftir dauðann, en guðfræði fyrri
&lda hefir gert.
Eg mintist á það áðan, hvernig mér hefði, áður en eg
kyntist nokkurum miðli eða átti tal við nokkurn, sem
sjalfur hefði fengið sannanir, — hvernig mér hefði fund-
þá, að það væri beinlínis óskynsamlegt af mér að hafna
spiritismanum; en síðar, þegar eg kom í háskólann, fékk
eS að reyna það, að það væri meira en óskynsamlegt að
hafna honum; eg fann, að það er ekki unt að lesa n. tm.
°g trúa því, sem þar er fullyrt, án þess að viðurkenna a.
111 • k. möguleikann fyrir því, að miðlafyrirbrigðiri geti
gerst. Um þessi efni töluðumst við oft við guðfræðinem-
arnir, og eg vissi ekki til þess, að nokkur okkar væri á ann-
ai’i'i skoðun. í kenslubókunum, sem notaðar voru, einkum
hinum þýzku há-ný-guðfræðilegu skýringarritum, var
reynt sem mest til að draga athyglina frá öllu hinu yfir-
Venjulega, og um kraftaverkin var þar sagt, að „Jesús
^efði ekki lagt hina minstu áherzlu á þau“. Það þarf
nvorki að lesa n. tm. vandlega né oft til þess að sjá það,
að þetta er al-rangt, en þessi flótti, þessi hræðsla við skoð-
nn Jesú og frumkristninnar á gildi kraftaverkanna orsak-
aðist vitanlega af því, að kirkja mótmælenda var búin fyr-
lr íöngu að missa þá sálrænu hæfileika, sem til þess þarf,