Morgunn - 01.06.1932, Side 45
MORGUNN
39
staðar dáður og- ekki sízt af andstæðingum spiritismans
'Vegna þess, að af smávægilegum misskilningi tjáir hann
sig honum andvígan. Vér hér heima á Islandi þekkjum
€kki nema aðdáun á hinum mikla guðsmanni, en svo er
■ekki alstaðar. Fyrir nokkrum árum tók andstæðurnar tvær,
Jesúítarnir rómverskkaþólsku og frjálslyndu guðfræðing-
■arnir í Þýzkalandi, höndum saman og hófu ómaklegar og
svívirðilegar árásir á hann, þar sem þeir töldu allar sýn-
jr hans, vitranir og aðra sálræna reynslu og yfirvenjulega
■einberan heilaspuna og vísvitandi blekkingar og lygar.
Sundar Singh hefir ekki sætt mildari meðferð en miðl-
•arnir sumir hjá ýmsum kirkjunnar mönnum og guðfræð-
ingum.
Á námsárum mínum á háskólanum varð spiritisminn
rnér að ómetanlegu liði; hann dýpkaði stórum skilning
minn á verkefnum mínum og gaf mér það, sem guðfræð-
in sjálf gat ekki gefið mér. En þó hefir hann gefið mér
miklu nieira í prestsstarfi mínu; í prédikunarstarfinu
kefir hann aukið mér bjartsýni og djörfung, því að á
ítrundvelli hans hefir n. tm. að ýmsu leyti fengið meira
Sildi fyrir trúarlíf mitt en annars mundi, og eg fyrirverð
mig ekki fyrir að játa þann veikleika minn, að spiritism-
inn hefir gefið mér þor til þess að treysta betur kærleika
'°g mætti Guðs en annars mundi, því að hann hefir opnað
^ugu mín fyrir ýmsu því dásamlegasta, sem eg he'fi hug-
mynd um í endurlausnarstarfi Hins Hæsta beggja megin
líkamsgrafarinnar. Alt starf prestsins utan kirkju, ein-
töl hans við sóknarbörn sín, og komur hans á heimilin,
’er einu nafni nefnt sálgæzla. í sálgæzlustarfinu hefir spiri-
tisminn mesta þýðingu fyrir prestinn, einkum vegna þess,
að oftast er til hans leitað, þegar erfiðleika ber að, dauðs-
töll eða þunga sjúkdóma. Hvort sem presturinn á tal við
sorgbitna ástvini, sem orðið hafa fyrir missi, eða hann
talar við dauðvona sjúkling, er honum aldrei nauðsynlegra
■su þá að eiga bjarta lífsskoðun og þá öruggu vissu um ei-
lífðarmálin, sem gera honum fært að tala kjark í þá, sem