Morgunn - 01.06.1932, Side 78
72
MORGUNN
áður sagt frá, með eðlilegum málrómi, gjörþekti alt það í
blæbrigðum raddarinnar, sem talaði, er sérkendi hinn áð-
urnefnda góðvin minn. Er yfir höfuð mögulegt að skýra.
þetta fyrirbrigði á annan veg en þann, að sá, er talaði
af vörum hennar, hafi verið sá, er hann sagðist vera? Eg
skal aðeins að endingu taka það fram, að þessar sannana-
tilraunir hafa borið fögnuð og feginvissu inn í líf mitt
og annara eftirlifandi ástvina þeirra, að þær hafa líka a'ó
einhverju leyti orðið undanförnum vinum okkar uppfyll-
ing helgustu óska þeirra og vona, að þær hafa veitt þeint
og okkur eftirlifandi vinum þeirra gagnkvæmt þann fögn-
uð, sem ekki verður frá þeim tekinn.
Efling spíritismans.
Geta má þess sem dæmis um það, hve afskaplega.
spíritisminn hefir elfst á síðustu árum, að á Englandi eru
nú langt yfir — vér fullyrðum ekki hve langt yfir — 500
spíritistiskir söfnuðir, að í Tékkoslovakíu er yfir 300
þúsundir manna innritaðar í spíritistiskan félagsskap, og
að spíritistar í Bandaríkjunum eru taldir 10 miljónir. En
ef til vill skiftir það enn meira máli, hve sum stórblöð
veraldarinnar, t. d. Times, eru farin að tala vel um spir-
itistiskar bækur.