Morgunn - 01.06.1932, Blaðsíða 100
94
MORGUNN
Dularfull fyrirbrigöi í Doregi.
ÚtuarpsrceQQ eftir
Einar H. Kuaran.
Fyrir nokkurum kvölduð var skýrt í útvarpinu frá
rannsóknum sálarrannsóknamanna í Osló á fyrirbrigðum,
sem gerðust hjá ungverskum miðli. Eg ætla nú að segja
ofurlítið frá fyrirbrigðum, sem fengist hafa annarstaðar
í Noregi.
Maður heitir Ludvig Dahl. Hann hefir áður verið
dómari, en er nú bæjarfógeti í Fredriksstad í Noregi.
Hann hefir um nokkuð mörg ár fengist við sálarrann-
sóknir. Miðillinn er dóttir hans, Ingibjörg, sem nú er
gift kona. Stjórnendur hennar eru 2 framliðnir bræður
hennar, Ludvig og Ragnar, og frá þeim hafa komið mjög
ótvíræðar sannanir fyrir því, að þeir séu þeir, sem þeir
segjast vera. Bæjarfógetinn hefir ritað 3 bækur um
rannsóknir sínar. Síðasta bókin hefir á þessu ári verið
gefin út á ensku, og fengið með afbrigðum góðar við-
tökur í Englandi. Sir Oliver Lodge hefir ritað formála
fyrir ensku útgáfunni. Eg ætla að segja ykkur frá fá-
einum fyrirbrigðum, sem skýrt er frá í þessari síðustu
bók hans.
Fyrsta sagan, sem eg ætla að segja, er í raun og
veru reimleikasaga og eins og heill róman. Hún er um
framliðinn mann, sem hefir látið eftir sig bréf, er snerta
sæmd jarðneskrar konu, og getur ekki öðlast frið eftir
andlátið, fyr en þau bréf eru að engu orðin. Höf. telur
sér skylt að rita um þessa atburði á nokkurri huldu, til
þess að enginn geti fengið neina bendingu um það, hver
þessi kona kunni að vera.
Sagan byrjar á því, að kona alþekts og mikilsmet-
ins vísindamanns sér eina nótt eftir miðnættið háan,