Morgunn - 01.06.1932, Qupperneq 68
62
MORGUNN
við drengina, sem voru með honum á bátnum. Er hann
kemur í sambandið, virðist hann lifa upp liðinn atburð,
endurminningarnar um slysið sjálft bera allt annað ofur-
liði og valda því, að hann á erfitt með að átta sig. Hann
getur þess, að hann sjái ekki landið. Eðlileg virðast mér
þau ummæli hans — í grenjandi roki og hafróti sér ekki
langt. Honum finst hann vera að leita að einhverjum, er
hann nefnir Jóhann-es. Þennan dag var mágur hans, Jó-
hann Þorvaldsson á sjó og er ekki ólíklegt, ef eitthvað hef-
ir orðið að hjá þeim, áður en slysið vildi til, og þeir ver-
ið að horfa eftir hvort þeir sæu bát hans nálægt, ef vera
kynni þeir gætu gefið honum einhver merki. Lýsingin á
útliti hans er rétt, svo langt sem hún nær. Hann hafði
stundum ljósleitt skegg á efri vörinni, en rakaði sig stund-
um alveg. Það er enn fremur rétt séð hjá Finnu, að augu
hans voru gráblá og greinilegir móleitir blettir innanum
gráa litinn. Þetta atriði eitt út af fyrir sig varð líka nægi-
legt til þess, að maður einn að austan, er heimsótti mig í
fyrra vetur, Ólafur Sveinsson kaupmaður á Eskifirði,
greip fram í, er eg var að lesa þetta fyrir hann: Þetta er
hann Eiríkur Helgason, eg man vel eftir þessum einkenn-
um í augunum á honum, en þó einkennilegt sé, mundi eg
ekki eftir því, svo mér þótti umsögn hans um þetta atriði
góðar fregnir.
Á fundi þ. 24. janúar, er nokkuð var áliðið fundar-
tíma, gat Finna þess, að hún sæi þennan sama mann hjá
mér. Var hún auðheyrt dálítið undrandi yfir því, að hún
kvaðst sjá band á milli okkar; það kvaðst hún ekki sjá
nema milli skyldra, en við værum áreiðanlega ekki skyld-
ir. „Þið hafið sjálfsagt verið góðir vinir“, sagði Finna.
Er það alveg rétt hjá Finnu, því hann var einn af þeim,
sem eg hefi átt margar mínar beztu stundir með.
Á fundi þ. 1. marz síðastliðinn sagði Finna, að þessi
maður væri kominn og sækti það mjög fast að fá sjálfur
að tala gegnum miðilinn. Hún var þó í vafa um það, hvort
hún ætti að láta hann koma sjálfan í sambandið. Var nú