Morgunn


Morgunn - 01.06.1932, Side 61

Morgunn - 01.06.1932, Side 61
MORGUNN 55 iiún er að sofna eru sungnir sálmar, einn eða fleiri eftir ■atvikum. Eftir að hún er byrjuð, byrjar kvenvera ein, er nefnir sig Finnu, að tala af vörum miðilsins; lýsir hún þá því er hún heyrir og sér, og flytur skilaboð frá þeim, er að sambandinu koma. Mjög er persónuleikur þessarar kvenveru ólíkur persónuleik miðilsins. Komið hefir það líka fyrir, að þeir er hafa komið að sambandinu, hafa tekið beina stjórn á miðlinum og talað af vörum hennar; bar einkum á því seinni hluta vetrar, og er ekki ólíklegt að meira verði gert að því síðar. Meðal annars skal geta þess, að tvisvar heppnaðist einum góðvin mínum, er hefir sótt það mjög fast að ná sambandi við mig og sannfæra mig um framhaldslíf sitt, að ná svo sterkum tökum á sambandinu, að hann gat talað í eðlilegum málróm, svo eg gjörþekkti rödd hans, og var það mér eitt nægileg trygg- ing þess, hver það var, er talaði af vörum hennar. Á fundi þann 8. nóv. síðastliðið ár segist Finna sjá 2 drengi standa fast hjá mér. ,,Eg held þeir séu bræður, nei bræður eru þeir nú ekki, en þeir hafa verið eins og bræður, þeir eru fremur skýrir, eg sé þá heldur vel. Ann- :ar þeirra er dálítið hærri en hinn, hærri pilturinn hefir skollitt hár, en sá lægri hefir ljósleitt hár, hér um bil hvítt, hann er bjartari yfirlitum. Það er band á milli þeirra, ekki vegna þess þeir séu bræður, en þeir hafa verið mjög sam- rýndir, verið góðir vinir, þeim þykir vænt um þig, og þeir þekkja þig vel. Þú hefir verið með þeim. Þeir fóru öllum á óvart, miklu fyr en nokkur bjóst við, þá langaði til að lifa lengur. Ósköp held eg þetta séu góðir drengir, eg held öllum, sem kyntust þeim, hafi þótt vænt um þá. Þeir fóru ekki heima hjá sér, eg meina, þeir dóu ekki heima hjá sér, þeir voru þá lengra frá“. „Geturðu fengið að vita hjá þeim, hvernig dauða þeirra bar að?“ spurði eg. „Eg fæ nins og sting í brjóstið“, svaraði Finna, „þetta eru víst á- hrif frá þeim, eg fæ eitthvað í hálsinn, mér finnst eg ætla að kafna“. Hún hætti nú allt í einu að tala og tók andköf, og var líkast því að heyra um stund, sem hún væri að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.