Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 36

Morgunn - 01.12.1944, Page 36
130 MORGUNN — og framhaldslífsins. Henni varð mikið um að komast að því, að þessi eina ástkæra vera, Geoffrey, sem hún hefði viljað fórna hverju sem var, ef hamingja hans væri tryggð með því, hefði verið alvarlega hryggur hennar vegna. Hún lofaði honum statt og stöðugt, að hún skyldi hætta við allar sjálfsmorðshugsanir og gera allt, sem hún gæti, til að vera hamingjusöm, meðan hún ynni störf sín og biði eftir því að hitta hann aftur. Geoffrey fullvissaði hana aft- ur á móti um það, að því hraustlegar sem hún ynni að þessu, því betra ætti hann með að hjálpa henni. Seinna sannaðist það, að þetta var rétt og hún varð oftar og oft- ar vör við hann og tilraunir hans til að hjálpa henni. Auk þess að taka sér nytsamt verk fyrir hendur, sem hjálpaði henni líkamlega og andlega, varð hún fær um að hjálpa öðrum, sem sorgbitnir voru, og segja þeim frá reynslu sinni, þegar hún missti son sinn og fann hann aftur. Þessi stutta saga um Geoffrey og móður hans, styður áskorun Sir Oliver Lodge, til hinna sorgbitnu. Þótt okkur sé eðlilegt að syrgja, þegar við missum líkamlega nærveru þeirra, sem við elskum, verðum við að minnast þess, að á fyrstu dögum þeirra í nýja lífinu liinumegin, er hamingja þeirra í höndum okkar. Eufemia Waage þýddi. Loyola. höfundur Jesúítareglunnar (munkareglu) og einn af mik- ilhæfustu mönnum rómv.-kaþólsku kirkjunnar, var her- maður áður en hann gerðist kirkjunnar þjónn. 1 orustunni um Pampeluna særðist hann, og meðan hann lá í sárum, sá hann til sín koma veru, sem hvatti hann til þess starfs, sem síðar varð ævistarf hans. Margskonar aðra sálræna reynslu öðlaðist þesis alkunni gáfumaður og skörungur. i

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.