Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 80

Morgunn - 01.12.1944, Page 80
174 MORGUNN eins og áður, skilningurinn óvenjulega skarpur og orðin skýr. Sjálfur hefir hann merkilega sögu að segja af sálrænni reynslu sinni, sálfarir hefir hann iðkað um langt skeið og veit oft meira um framliðna menn, en sumir aðrir vita um nágranna sína í næsta húsi. MORGUNN harmar það mjög. vegna lesenda sinna, að geta ekki birt þeim öðru hvoru pistla frá Þórði Sveinssyni, þeir væru góðgæti, sem mönn- um mundi heldur þykja matarbragð að. En hann kveðst vera fæddur til að tala en ekki til að skrifa, og verður hann að ráða sjálfum sér um það, þótt hinsvegar sé það mjög miður, hve lítið liggur eftir hann skrifað. Séra Sveinn Vikingur ritar í Kirkjublaðið, 27. nóv. s.I., svar til ritstj. MORGUNS fyrir ummæli þau um þetta mál- gagn kirkjunnar, sem hann birti í síð- Kirkjublaðið asta hefti MORGUNS. Það er skemmst frá að segja, að þarna er ekki vikið einu orði að því, sem var þungamiðjan í ummælum ritstj., hvort kirkjan þyrfti umbóta við, eða hvort allt væri harla gott eins og er. Séra Sveini Vikingi þykir, sem ritstj. hafi eink- um óskað eftir trúmáladeilum, en á þeim kveðst hann ekki hafa neina trú. Með því að bera saman greinina í MORGNI og svar biskupsskrifarans (séra Sv. V.) býst ég við, að mönnum geti orðið Ijóst, hvernig umhorfs er innan kirkj- unnar. Vandamál kirkjunnar, sem sumum finnast nú ærin, má ekki ræða. Ef á þeim er ymprað og það sagt í heyranda hljóði, sem mikill hluti þjóðarinnar hugsar, þ. e. a. s. þeirra, sem nokkuð hugsa um kirkjuna og hennar mál, hrópar málgagn kirkjunnar um trúmáladeilur, og á þeirr* hefir það enga trú! Er þetta nokkuð annað en staðfesting á því, sem marga grunar, að hún sitji í öndvegi enn gamla hræðslan, ógæfuhræðslan við að breyta því, sem óhjá- kvæmilega verður að breytast? En annað mál er það, að til kunna að vera þeir, sem sízt áttu á henni von frá höfundi þessarar greinar í Kirkjublaðinu, en hefðu vænzt frá hon- um meiri umbótahugar, en raun sýnist verða á.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.