Morgunn - 01.06.1953, Side 7
Úr ýmsum áttum.
EFTIR RITSTJÓRANN.
★
Enskur biskup gefur
óvænta yfirlýsing.
Eins og kunnugt er, er brezka biskupakirkjan æði íhald-
söm kirkja. Þess vegna vakti það ekki litla athygli á liðn-
um vetri, þegar biskupinn í Croy-
don lýsti því yfir í ræðu, er hann
flutti og sagt var frá í blaðinu
Croydon Advertiser, að sannanir fyrir lífinu eftir dauðann
væri að finna í sálarrannsóknunum. „Þér biðjið um sann-
anir,“ sagði hann, „þér verðið að leita vandlega, en þér
getið fundið þær í sumum greinum sálarrannsóknanna.
Sönnunargögnin eru ekki öll fánýt.“ Biskupinn hélt máli
sinu áfram, og hann lýsti dauðanum sem dyrum úr einu
herberginu í annað í hinu mikla allsherjarhúsi Drottins.
En höfuðsönnunina fyrir lífinu eftir dauðann taldi hann
að sjálfsögðu vera fólgna í upprisu Krists. Hinn virðulegi
biskup á þarna fulla samleið með spíritistum. A. m. k. allir
kristnir spíritistar líta á upprisu lausnarans sem hina
miklu sönnun fyrir lífi mannssálarinnar
eftir líkamsdauðann. En sannanir fullyrða
þeir, að nútímamaðurinn finni í sálarrann-
sóknunum. Hins vegar hafa margir spíritistar lýst yfir því,
að sálarrannsóknir nútímans hafi gert þeim mögulegt að
trúa upprisu Krists. Þeir hafi verið búnir að missa þá trú,
en hliðstæð nútímafyrirbrigði, rannsökuð af vitrum og
lærðum mönnum, hafi gefið þeim trú á upprisufrásagnir
guðspjallanna.
Biskupinn og
spíritistamir.