Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 20

Morgunn - 01.06.1953, Side 20
Andróðurinn gegn spíritismanum. Eftir Steindór Steindórsson, menntaskólakennara. ★ Aðfaraorð. Stundum kemur það fyrir, að einstök viðfangsefni, harla óskyld dagsins önn og argaþrasi, sækja í hug manns og ónáða hann langan eða skamman tíma. Þau koma eins og óboðnir gestir, þegar minnst varir, helzt á kyrrlátum stundum, en einnig geta þau verið svo ásækin, að þau skjóta upp kollinum mitt í striti og striði hinna daglegu starfa. Venjulega yfirgefa þau mann þó von bráðar, sé þeim ekki sinnt, eða í hæsta lagi þau verða samræðuefni í góðum vinahópi. Eitt þessara efna hefur ónáðað mig um hríð. Það er raunar langt síðan það skaut fyrst upp koll- inum, en upp á síðkastið hefur það gerzt svo áleitið, að ég sé mér ekki annað fært, til þess að losna við ásókn þess að minnsta kosti í bili, en grípa pennann og rabba um það stundarkorn við sjálfan mig og pappírinn. Þetta við- fangsefni er afstaða manna til spíritismans, og einkum þó sá mótþrói og andróður, sem hann mætir og hefur mætt hjá mörgum. Það skal þegar tekið fram, að hugleiðingar mínar um þessi efni eru ekki skráðar í áróðursskyni. Því síður að ég sé nokkur sérfræðingur í þessum efnum. Kynni mín af þeim hafa að mestu verið á hlaupum. Heldur eru þetta einungis hugsanir áhorfanda, sem leitast við að vega og meta rökin með og móti. En satt að segja virðist mér enginn maður, sem eitthvað hugsar út yfir sitt daglega umhverfi, geta verið hlutlaus í þessu máli, sem fylgismenn þess hafa kallað „mikilvægasta málið í heimi“, og hlýtur að snerta hvern mann, og móta lífsskoðun hans og við- horf. Ég verð að vísu að kannast við það, að kynni mín
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.