Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 21

Morgunn - 01.06.1953, Side 21
MORGUNN 15 af því eru minni en æskilegt væri, til þess að taka þátt í kappræðu um það, enda er það ekki ætlunin með þessum hugleiðingum mínum. Um hvað er deilt. Til þess að gera sér það ljóst, verðum vér fyrst að skil- greina, hvað spíritismi er. Ég ætla mér ekki þá dul, að svara þeirri spurningu til fullrar hlítar, en meginatriðið, og að minnsta kosti það, sem mestri umræðu veldur, er þetta: Spíritisminn er andleg stefna, sem hvílir á þeirri grundvallarsannfæringu, að líf mannsins sé tvíþætt, annars vegar sé efnislíkami vor, er vér lifum og hrærumst í hér á jörðunni, en hins vegar sé maðurinn andleg vera, sem í raun réttri einungis tekur sér bústað um stundarsakir í hinum efniskennda, dauðlega líkama. Þegar svo hann er ekki lengur starfhæfur, yfirgefur hún hann og gefur hann eyðingunni á vald, en heldur síðan áfram tilveru sinni á öðru sviði. En þar eigi maðurinn þess kost að aukast að þroska eftir því sem tímar líða fram, svo fremi að hann girði ekki fyrir það með breytni sinni og þvergirðingsskap. Samkvæmt þessari skoðun er framhaldslíf einstaklingsins mjög háð breytni hans meðan hann dvelst í efnislíkaman- um, og vilja hans til annars æðra og betra lífs eftir að hann hefur sagt skilið við hann. En jafnframt þessu telja spíritistar, að oss sé kleift, ef tilteknum skilyrðum er full- nægt, að ná sambandi við þá menn, sem horfnir eru úr efnislíkamanum. Og á þeirri reynslu, er þeir telja sig hafa fengið af sambandi þessu, reisa þeir skoðun sína. Skoðun spíritista á framhaldslifi mannsins er engin nýjung eða sérkredda þeirra. Flest eða öll hin fullkomnari tmarbrögð halda hinu sama fram í einhverri mynd, og í kristinni trú hefur framhaldslífið verið ríkur þáttur frá öndverðu, og að því er mér virðist einn af hornsteinum hennar. Að vísu verður hér að minnast þess, að efnishyggjuvísindi 19. aldarinnar hafa afneitað möguleikanum á framhaldslifi, eins og raunar flestu því, sem áður heyrði til trúarbrögð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.