Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 24

Morgunn - 01.06.1953, Page 24
18 MORGUNN hjartanleg sannfæring og það, að trú sjálfra þeirra leiði þá til guðs og eilífrar sælu, og vegur þeirra sé leið sann- leikans og réttlætisins. Þeir berjast baráttu sinni fullir heilagrar vandlætingar, til þess að fá hamlað gegn valdi óvinarins, sem alls staðar sé nálægur til að leiða oss vesæla menn í glötun. En svo er sá flokkurinn, sem berst gegn spíritismanum í nafni vísinda og þekkingar. Um þá og afstöðu þeirra er miklu erfiðara að gera fulla grein. Sumir þessara manna eru andvígir spíritisma af því, að þeir telja hann í mót- sögn við eðli náttúrunnar, þau sem kunn eru. Ekkert líf geti átt sér stað nema í sambandi við tiltekið efni. Sumum þessara manna er þetta jafn heilagt mál og sannfæringar- atriði og strangtrúarmönnunum. Aftur á móti eru aðrir, sem minna eru hlutvandir. Þeir aðhyllast í raun réttri hvorki trú né vísindi, en þeim er skoðun spíritista á líf- inu, eða öllu heldur framhaldi þess, þyrnir í augum, af því að hún brýtur í bága við lífsskoðun þeirra sjálfra, eða þeir telja hana þránd i götu fyrir ætlunum sínum og athöfnum. Þeir vilja varpa fyrir borð þeirri siðferðisábyrgð, sem kenn- ing spíritista óneitanlega leggur mönnum á herðar, og gerir þeim erfitt fyrir um boðun pólitískra trúarbragða, eða tálmar þeim að beita þeim bolabrögðum, sem svo mjög tíðkast í mannlegu samfélagi nú á dögum. En þar sem þessir menn eru jafn andvígir trúarbrögðunum og kenn- ingum spíritista, þá tefla þeir fremur fram vísindunum máli sínu til stuðnings, að minnsta kosti svo lengi, sem þeir halda, að þau bregði ekki fæti fyrir þeirra eigin skoðanir og umbrot í mannheimi. En auk þessara forystumanna, ef svo mætti kalla þá, er svo fjöldinn, sem ýmist eru menn, sem er ógeðfelld hugsunin um framhaldslíf, og kærir sig ekkert um rök- ræður um þau efni, eða menn, sem gera sér naumast Ijóst um hvað er deilt, en fylgja einhverjum þessara flokka á líkan hátt og menn láta dragast í dilka pólitískra flokka. Meðal þeirra eru ýmsir, sem hafa gaman af að heyra háð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.