Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 39

Morgunn - 01.06.1953, Page 39
„Lítið barn mun leiða þá.“ ★ Allt frá stofnun S.R.F.f. hefur verið litið á það sem eitt aðalhlutverk þess, að veita fræðslu um það, sem skyn- samlegast er skrifað um sálarrannsóknamálið í öðrum löndum. Frá einni hinna merkari bólta, sem út hafa komið um málið á síðari árum, ætla ég að segja yður lítillega. „Það er til sálrænn heimur“ (There is a Psychic World) heitir þessi bók, og hún kom út fyrir fullum þrem árum. Höfundurinn er prestur, doctor í guðfræði, vitur maður og menntaður vel í vísindalegri sálfræði. Hann starfar í Vesturheimi. Eins og ég vona, að yður verði ljóst af frá- sögn minni, er dr. Horace Westwood — en svo heitir höf- undurinn — skemmtilega laus við hvers konar trúgirni. Hann hóf rannsóknir sínar á þessu máli sem fullkominn efasemdamaður, og þóttist sannfærður um, að hér væri ekkert annað á ferðum en aumasta hjátrú, sem mennt- aður nútímamaður gæti naumast verið þekktur fyrir að leggja eyrun að. Þess vegna þykir öðrum lærdómsmanni, sem ritar inngangsorð að bókinni, svo mikið til hennar koma. Hann segir um höf. og bók hans á þessa leið: „Það var áhugi minn fyrir höfundinum sjálfum, sem leiddi athygli mína að þessari bók. Um margra ára skeið hef ég fylgt eftir með aðdáun hinum glæsilega og hreina starfsferli hans. Fyrir löngu er mér Ijóst, að hann er ekki aðeins gáfumaður mikill, heldur einnig fullkomlega grand- var heiðursmaður. Vitnisburður hans um hvert mál er þýðingarmikill og verðskuldar að honum sé gefinn gaum- ur. f þessari bók hans finn ég öll þau einkenni, sem vekja tiltrú: einfaldleika, einlægni, skarpan skilning, heiðarlega dómgreind og sannleiksást."
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.