Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 46

Morgunn - 01.06.1953, Side 46
40 MORGUNN i „Litla hugmynd hafði ég þá um þá vegi, sem voru að opnast. Það rættist bókstaflega, sem skrifað stendur: ,,og lítið barn mun leiða þá.“ U Því að þótt ég hefði enga aðra sálræna reynslu fengið síðar en þá, sem ég fékk hjá önnu litlu, hefði ég orðið að viðurkenna raunveruleik hins sál- ræna heims. Nokkurum vikum eftir að byrjunin varð, tók Anna að skrifa ósjálfráða skrift, sem er miklu fljótfarnari leið en að nota aðferðina, sem áður hafði verið notuð. Engu máli skipti, þótt bundið væri vandlega fyrir augu henni. Til þess að fyrirbyggja, að hún gæti einbeitt hug- anum meðan hún skrifaði, fór dr. Westwood ýmsar leiðir. Þrátt fyrir það, að dr. Westwood hafði engan áhuga fyrir því, að leita sambands við framliðna menn og gerði tilraunir sínar ekki til þess, fór svo innan skamms, að allt, sem skrifaðist, tjáði sig koma frá látnum mönnum. Eitt kvöldið tjáði sig vera við sambandið látin telpa, Charlotte að nafni, dóttir hjóna, sem dr. Westwood þekkti. Hún andaðist 6 ára gömul, og dr. Westwood fullyrðir, að Anna litla muni ekki hafa þekkt hana, en hún hafði átt heima nokkuð fyrir utan borgina. Hún hafði legið í sama sjúkra- húsi og dr. Westwood og samtímis honum. Af því, sem skrifaðist, sýndist auðsætt, að bæði mundi hún margt um foreldra sína frá jarðlífi sínu, og einnig að hún vissi margt um líf þeirra eftir að hún dó. Hún kvaðst vera komin til að koma þeirri orðsendingu til móður sinnar, að hún mætti ekki syrgja eins mikið og hún gerði. Dr. Westwood færðist eindregið undan þessu, en fyrir þrábeiðnir lét hann undan og lofaði að segja móðurinni frá þessu. Móðirin tók þessu mjög illa. Samt hringdi faðir Charlotte nokkuru síðar og bað dr. Westwood að koma með önnu litlu til þeirra. Svo var gert. Foreldramir sannfærðust um, að þau hefðu náð sambandi við barnið sitt. Dr. Westwood var ekki sann- færður. Flest, sem fram kom, taldi hann sig geta skýrt 1) Þannig í enskri biblíuþýðingu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.