Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 52

Morgunn - 01.06.1953, Page 52
46 MORGUNN Þá var það einhvern daginn, að persónuleiki nokkur gerði vart við sig og neitaði að nefna sig annað en „X“. Þessi persónuleiki stóð að vitsmunaþroska langt fyrir ofan önnu, Rut og Ralph. Anna sat við ritvélina og svaraði með ritvélinni spurningum dr. Westwoods, sem ýmist voru bornar fram munnlega eða skriflega, og þann veg átti hann langar viðræður við hinn óséða gest um mörg heim- spekileg vandamál. Svörin við spurningum dr. Westwoods voru tíðum allt önnur en honum hefði hugkvæmzt sjálfum, og þau voru langt fyrir ofan skilning önnu litlu. Hér var á ferðinni jafningi dr. Westwoods, sem sjálfur er lærdóms- maður. Hann stóð á öndinni af undrun. Gat það verið, að hér væri hann aðeins að tala við sjálfan sig, eða sitt annað „sjálf“? Hann var ákveðinn í að fá einhvern botn í málið og sagði kvöld nokkurt við ,,X“: „Ég trúi því ekki, að þú sért sá, sem gefið er i skyn. Þú ert ekki annað en brot af mínum eigin huga, sem starfar í gegn um önnu. En ég ætla að stinga upp á tilraun. Ef þér heppnast hún, trúi ég þér. Annars ekki.“ Dr. Westwood sagði hinum ímyndaða „X“ lauslega frá, í hverju þessi tilraun yrði fólgin, og ,,X“ skrifaði í gegn um önnu: „Ég veit ekki, hvort ég get þetta, en ég vil reyna það.“ Herbergjaskipun á neðri hæð hússins, þar sem tilraun- imar voru gerðar, var á þessa leið: Fyrst var komið í forstofu og gengið til hægri þaðan inn í setustofu, en við hliðina á henni í framhlið hússins var borðstofan. Á bak við borðstofuna var eldhúsið og smáherbergi við hliðina á því, en inn í bæði þau herbergi varð að ganga úr borð- stofunni. 1 stóli á miðju gólfi í smáherberginu sat Anna, en um opnar dyr þaðan mátti sjá inn í borðstofuna, yfir kringlótt borðstofuborð og hlaðborð við endavegginn. Tilraunin var þessi: Dr. Westwood átti að binda fyrir augu önnu, sem sat í stólnum á miðju gólfi í smáherberg- inu. Þá ætlaði hann að ganga aftur á bak inn um dyra- opið í borðstofuna, þaðan aftur á bak inn um dyraopið í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.