Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 55

Morgunn - 01.06.1953, Side 55
MORGUNN 49 þessu hafði hún skrifað allt með eigin rithendi og hratt, en nú skrifaðist með mjög viðvaningslegri hendi og afar hægt. Persónuleikinn, sem tjáði sig standa að baki, kvaðst hafa verið Indíáni og kallaði sig Bláskinna. Hann var nú við tilraunirnar um alllangt skeið. Þrásinnis sýndi vera þessi furðulega þekking á háttum og lífi Indíánanna, þekk- ing, sem lá langt fyrir utan þekkingu önnu litlu á þeim efnum, og raunar annarra, sem að tilraunum stóðu. M. a. var þekking hans á skóglöndum Indíánanna furðuleg. Ekki hafði þetta staðið lengi, þegar Rut kom — í skrift- inni — fram með uppástungu, sem gerði dr. Westwood alvarlega smeykan. Hún sagði, að nú væri Bláskinni búinn að starfa svo lengi með önnu, að hann þekkti alla líkams- byggingu hennar, svo að nú gæti hann sjálfur farið að tala af vörum hennar. Rut bað þess, að hann fengi að reyna þetta, með því móti yrði sambandið miklu auðveld- ara. Dr. Westwood var tregur til þess. Mundi þetta ekki leiða af sér einhvers konar trans-ástand hjá önnu litlu, en því var hann enn sem fyrr gersamlega andvígur. Gætu ekki e. t. v. einhverjir gestir frá einhverjum öðrum tilverusvið- um — væru þau til — komizt að önnu og skaðað hana. Gæti heilsu barnsins — líkamlega og sálarlega — ekki staðið hætta af þessu? Hann svaraði Rut því, að ekki kæmi til mála að leyfa nokkurs konar trans hjá baminu. Hún svaraði því, að „þau“ fyndu engu minni ábyrgðartilfinningu gagnvart önnu en hann. ,,Þau“ myndu sjá um að hana sakaði ekki hið minnsta. Sú ákvörðun var tekin, með fullu samþykki önnu og frú Westwood, að leyfa ,,þeim“ að gera tilraun. Tilraunin var þá þegar gerð. 1 þrjú ár, síðan tilraunirnar hófust, hafði aldrei orðið vart nokkurrar líkamlegrar eða andlegrar áreynslu hjá önnu, en nú komu merki hennar, dr. Westwood til skelfingar. 1 nokkrar sekúndur var sem Anna berðist við að tala, en gæti það ekki. Svo komu prð- in af vörum hennar, ensk orð með augljósum Oxford- 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.