Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Síða 59

Morgunn - 01.06.1953, Síða 59
MORGUNN 53 helzt í hugarlund, að ekki væri um annað að ræða en einhvers konar ósjálfráða og ómeðvitaða leikarastarfsemi önnu, eitthvert dularfullt undirvitundarspil hennar, sem henni væri ósjálfrátt. Staðreyndirnar mæltu gegn þeirri skýringartilgátu hans. Svo varð, þegar Virginia kom til sögunnar. Virginia hafði látizt af slysförum á jóladag 1918. Áður hafði hún gengið í sunnudagaskóla kirkjunnar, sem dr. Westwood þjónaði, en var hætt því. Á annan dag jóla barst honum fréttin um andlát Virginiu, og þá var Anna stödd hjá honum í skrifstofu hans í kirkjunni, er fregnin barst þeim. Heimili Virginiu og fjölskyldulíf var önnu gersam- lega ókunnugt um. Þegar ungur frændi Virginiu, sem fregnina bar, var farinn, sagði Anna við prestinn, að hún héldi að Rut væri hjá þeim og að hana mimdi langa til að segja eitthvað. Nú var Rut leyft að taka stjórn á önnu. Dr. Westwood til undrunar kvaðst Rut hafa hlustað á samtal unga mannsins og þeirra tveggja. Hún sagði, að ,,þau“ vissu um slysið, Virginia væri komin til þeirra, en hún væri enn í dvala, næsta dag mundi Virginia sjálf geta haft samband við hann í gegn um önnu litlu. Daginn eftir var Virginiu gefið tækifæri. Hún kom og virtist fyrst vera mjög viðutan og máttfarin, en hún jafn- aði sig fljótlega. Hún bað fyrir kveðjur heim til sín og talaði við dr. Westwood samfleytt í 15 mínútur. Hún sagði frá andláti sínu og líðan sinni nú, og presturinn stóð sig að því að óska eftir, að þetta væri raunverulega allt eins og Virginia sagði frá. 1 sönnunar skyni sagði hún frá ýmsu heima hjá sér, sem önnu litlu gat ekki verið kunnugt um, með því að hún hafði aldrei komið í heimili hennar. Dr. Westwood hringdi óðara og samtalinu var lokið til frænku Virginiu, sem hann þekkti vel og treysti, og frænk- an staðfesti í símanum, að allt væri nákvæmlega rétt, sem Virginia hefði sagt um heimili sitt og fjölskyldu. Þessi frænka og maður hennar komu nokkurum dögum síðar heim til dr. Westwoods og þá kom Virginia að sambandinu. L
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.