Morgunn - 01.06.1953, Page 62
56
MORGUNN
af þessum miðlum að segja, verður oss ljóst, að í fámenn-
inu hér hefur miðilsgáfa miðlanna hjá oss orðið æði ein-
hæf og fábreytt, þegar Indriði Indriðason er fráskilinn.
En enda þótt dr. Westwood hafi fengið furðulega og
merkilega reynslu af öðrum miðlum vestan hafs, er grunur
minn sá, að eftir áratuga starf sem sálarrannsóknamaður,
muni honum þykja hvað vænzt um byrjunarárin með önnu
litlu. Þegar hann lítur til baka yfir þau ár, finnst honum
sem vilji hann gefa þeim þessa yfirskrift:
Lítið barn mun leiða þá.
Jón Auðuns.
SÁLFARIR.
Um sálfarir er nýlega komin út ein bókin enn eftir þá
Sylvan Muldoon og Hereward Carrington, sem bezt hafa
ritað um þau efni. Bókin heitir „The Phenomena of Astral
Projection“ og flytur mikinn fróðleik um sálfarirnar og
„andlega líkamann“, sem Páll postuli var að segja mönn-
um frá fyrir 19 öldum. Höf. gera þarna samanburð á sál-
förum og draumum, skrifa um málið af frábærri þekkingu
og segja frá mörgum harla merkilegum dæmum og reynslu
sálfarans bæði í jarðneskum og ójarðneskum heimi.
J. A.