Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 71

Morgunn - 01.06.1953, Side 71
MORGUNN 65 og þýðingarmeiri sálrænni orðsendingu, ber að leggja áherzluna á það, sem þýðingarmeira er. Dag nokkurn var ég að fara frá Davenport i Iowa-fylki og hitti mann, sem ég þekkti lauslega. Ég vissi að hann var spíritisti, þótt hann væri ekki viðurkenndur miðill. Ég sagði honum, að ég væri á leið til Chicago til að eiga þar heima. Hann sagði mér samstundis: ,,Þú munt ekki eiga heima í Chicago, heldur í smábæ fyrir vestan borgina. Þú færð engan starfa fyrr en í byrjun nóvembermánaðar.“ Þetta var um miðjan ágúst. Reyndin varð sú, að ég fékk engan starfa fyrr en síðustu vikuna í október. Ég hafði ákveðið að búa sex mílum fyrir norðan Chicago, vegna barna minna, en reyndin varð sú, að vegna sonar míns, sem vann hjá stóru fyrirtæki, varð ég að taka mér búsetu í smábænum Riverside fyrir vestan borgina. Þegar maður- inn sagði mér þetta fyrir, varð ég dálítið undrandi, en hann sagði: „Ég veit ekki hvers vegna ég er að segja þetta, en móðir yðar stendur hjá yður og hún segir mér þetta.“ Þá lýsti hann nákvæmlega móður minni, sem var dáin fyrir átta árum. Fyrir nokkrum árum hafði ég yfirumsjón með stórhýsi, sem verið var að reisa í Davenport. Á tilraunafundi sagði miðill við mig: „Ég sé stóra, ófullgerða byggingu, og ég sé mann detta niður úr þakinu. Hafið þér nokkuð að gera með byggingar?“ Ég játaði því, og miðillinn bætti við: „Ég sé snjókomu. Slysið verður, þegar kaldara er orðið í veðri, náiægt jólum.“ Þetta var um miðjan ágúst. Ég var í önnum, hripaði raunar hjá mér þetta atvik, en gleymdi því síðan, unz það slys varð í byggingunni í des- ember, að maður nokkur féll, raunar ekki úr loftinu, heldur niður af svölum, sem hann var að hreinsa snjó af, og féll úr tólf feta hæð niður á gólf. Hann handleggs- brotnaði, braut úlnliðinn og annan fótlegginn, en fékk bata, er hann hafði legið nokkra mánuði í sjúlcrahúsi. Um þetta leyti var ég staddur í samkvæmi og var á tali við nokkra kunningja. Lítil stúlka, tíu ára gömul, var 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.