Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 72

Morgunn - 01.06.1953, Side 72
66 MORGUNN í stofunni, leit hrelld á mig og sagði við móður sína: „Mamma, hvað er að þessum manni í höfðinu? Meiddi hann sig? Höfuðið er vafið hvítu bindi.“ Móðir hennar sagði þá við mig: „Vinnið þér einhvers staðar, þar sem hætta er á að eitthvað detti á höfuðið á yður?“ Ég játaði því og kvaðst vinna við yfirumsjón með stórri byggingu og vel gæti fyrir komið, að múrsteinn dytti ofan á mig. „Ég held,“ sagði konan, „að eitthvað komi fyrir yður í næstu viku, þér ættuð að fara varlega." Þrem dögum síðar beit mig eitrað skorkvikindi milli augnanna, fyrir ofan nefið. Eitrun kom í sárið, og læknirinn batt um það og náði bindið upp á höfuð. Bamið hafði séð þetta fyrir, en móðirin túlkaði slysið skakkt. Draumar hafa misjafnt gildi. Sumir þeirra sýna aðeins atvik, aðrir leysa vandamál, en venjulega eru draumar of óljósir eða of táknrænir til þess að nokkurt gagn sé manni að þeim. Þegar ég var ungur maður og var að hefja starf mitt sem arkitekt, byggingafræðingur, var eitt fyrsta viðfangs- efni mitt að byggja kirkju. Gerðin á þakinu var mér nýjung, ég reyndi við teikninguna, en komst ekkert áfram og lagði hana frá mér um sinn, og fór úr vinnustofunni og heim til mín. Um nóttina dreymdi mig, að ég væri að leysa vandann með teikninguna. Ég fór á fætur kl. 2 um nóttina og teiknaði upp það, sem ég þóttist vera að gera í drauminum. Daginn eftir veittist mér auðvelt að leysa allan vandann út frá því, sem mig hafði dreymt. Draumar eru ýmist táknrænir eða þeir eiga að skiljast bókstaflega. Árið 1894 áttum við heima í St. John’s. Þá dreymdi móður mína og systur mínar tvær, allar sömu nóttina, að allsherjar bankahrun hefði skollið á. Þegar þær sögðu föður mínum frá þessu, fékk það svo mikið á hann, að hann ákvað að senda alla peninga okkar til Englands eða New York í geymslu. Ég og bræður mínir litum svo á, að það væri fjarstæða að taka slíkt mark á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.