Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 74

Morgunn - 01.06.1953, Page 74
68 MORGUNN að þakka, að við vöknuðum nokkum tíma aftur,“ sagði kafbátsforinginn, þegar undirforinginn sagði honum draum sinn. Eftir frekari ævintýr og hættur komu þeir loks í höfn. Þar lá fyrir honum bréf frá systur hans, sem spurði hann áfjáð eftir heilsu hans og sagði honum, að í verksmiðjunni, þar sem hún vann hefði orðið mikil sprenging. Eiginlega hefði hún átt að vera í aðalvinnusalnum, þegar spreng- ingin varð, en fyrir einhverja undarlega tilviljun hefði hún fallið í mók í einkavinnustofu sinni og sofið þar með- an sprengingin varð. 1 þessum svefni kvaðst hún hafa séð hann (bróður sinn) og alla áhöfnina sofandi í kaf- bátnum þeirra, sér hefði orðið ljóst, að þeir væru ekki dánir, en hún kvaðst hafa skynjað, að þeir væru staddir i mikilli hættu. Hún þóttist þá hafa farið að gera sterkar tilraunir til að vekja hann í kafbátnum, en þá hefði spreng- ingin í verksmiðjunni vakið sig. Þá hafi klukkan verið tíu. Einn vina minna sagði mér frá eigin reynslu sinni, þar sem hvort tveggja kann að hafa farið saman, hugboð og fjarhrif. Á sunnudagsmorgni hafði hann farið að heiman niður á ströndina til þess að synda. Þegar hann ætlaði að fara í vatnið, varð hann skyndilega altekinn þeirri hugsun, að eitthvað hefði komið fyrir heima, og að konan hans þyrfti þess mjög, að hann kæmi þegar heim. Hann hætti við að fara í sjóinn og hraðaði sér heim, en þegar þangað kom, var kona hans grátandi með símskeyti í höndunum, en í símskeytinu stóð, að bróðir hennar hefði dáið af bíl- slysi fyrir utan borgina. Hugboð birtast stundum á þann hátt, að maður finnur eða skynjar atburð, sem er í þann veginn að gerast. Ungur maður, sem var að koma heim úr styrjöldinni 1914—1918, sagði mér frá atviki, sem fyrir hann kom í þessa átt. Hann hafði verið óvenju lengi á verði, var afar þreyttur og settist niður á byssuþrep á varnargarðinum til að hvíla sig. Skyndilega fannst honum eins og hann væri að þokast burt af þessum stað, en hann var of þreyttur til að hafa J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.