Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Side 78

Morgunn - 01.06.1953, Side 78
72 M O R G U N N orkufyrirbæri, sem allra óbrotnast, er hafi síðan þróazt og tekið stakkaskiptum eftir ákveðnum lögmálum. — En er ekki augsýnilega eitthvað bogið við þá hugsun? Getur hún t. d. gert grein fyrir því, með hvaða hætti hið fyrsta líf hafi orðið til upp úr hinu lífvana efni? Getur hún gert grein fyrir, hvernig hin fyrsta meðvitund varð til? Sé hér nægilegt til skýringar að tala um einhver óþekkt vaxtar- lögmál, væri þá ekki jafngáfulegt að segja, að hin fyrsta orsök eða aflgjafi hafi orðið til úr engu, samkvæmt ein- hverju óþekktu vaxtarlögmáli ? Slikt væri þó auðsæ hugs- anavilla. — En er það þá ekki líka hugsanavilla, að gera ráð fyrir að hið fyrsta líf og meðvitund hafi kviknað? Er ekki ólíkt skynsamlegra að ganga út frá því, að líf og meðvitund tilheyri frá eilífð undirstöðu eða aflgjafa fram- vindunnar, og sé miðlað frá honum til lífveranna, sem vér þekkjum? Það er eftirtektarvert og í rauninni mjög furðulegt, hversu varfærnir ýmsir hugsuðir og rannsakendur á sviði þróunarinnar hafa verið í því að knýta ýmis af leyndar- dómsfyllstu fyrirbærum hennar við hugmyndina um mátt- uga vitsmunaveru, sem hafi eilíflega verið til og starfi í þróuninni eða stjórni henni. Úr því að vér erum rökfræði- lega til neyddir að ganga út frá því, að einhver undirstaða eða aflvaki að framvindu tilverunnar hafi alltaf verið til, er fjarri því, að það sé nokkrum rökfræðilegum erfiðleik- um bundið að hugsa sér þennan aflvaka sem máttuga vits- munaveru, sem stjórni þróuninni með ákveðið markmið fyrir augum. Sú hugmynd um hina eilífu undirstöðu lífs- ins, leysir oss þvert á móti frá rökfræðilegum vandkvæð- um, sem ella hljóta að verða á vegi vorum, svo sem þeim, að gera oss grein fyrir, hvernig líf og meðvitund hafi getað orðið til af rótum lífvana efnis eða réttara sagt af rótum meðvitundarlausra orkustrauma. Og sú hugmynd um undirstöðu lífsins hjálpar oss sömuleiðis til að gera oss skynsamlega grein fyrir þeiri óviðjafnanlegu ráðsnilli, sem kemur iðulega fram í starfi og viðbrögðum hinna lægstu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.