Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Síða 79

Morgunn - 01.06.1953, Síða 79
MORGUNN 73 lífvera. Hún gerir oss kleift að losna við hið vandræðalega orð „eðlishugboð“, sem náttúrufræðingarnir hafa löngum reynt að skýra slík fyrirbæri með, og taka upp í staðinn orð, sem virðist koma ólíkt betur heim við fyrirbærin — orðið handleiðsla. — Eftir að vér höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að annað sé óhugsandi, en að máttug vitsmunavera hafi frá öndverðu stýrt þróuninni — og þá með eitthvað ákveðið markmið fyrir augum — hlýtur oss að vera mjög um- hugað um, að gera oss sem nánasta grein fyrir því, hverjir muni vera höfuð-eiginleikar þessarar veru, og hvert muni vera höfuð-markmiðið, sem hún stefnir að — að minnsta kosti með lífi voru. — Svo vel vill til, að þetta þarf ekki að verða oss neitt sérlega torvelt. Vér höfum í sannleika ekki lítil skilyrði til að afla oss talsverðrar þekkingar á eiginleikum hins mikla höfundar lífsins, og þá um leið þeim höfuð-markmiðum, sem hann hlýtur að stefna að. Vér þurfum ekki annað en að virða gaumgæfilega fyrir oss náttúruna umhverfis oss og hina óumræðilega hugvits- samlegu starfsemi hennar, og sömuleiðis að gera oss vel grein fyrir andlegum eiginleikum hinna fullkomnustu manna, sem uppi hafa verið á þessari jörð. Ýtarleg at- liugun á smíði náttúrunnar og starfsemi hennar, færir oss heim sanninn um það, að höfundur lífsins hlýtur að búa yfir takmarkalausum mætti, undursamlegu hugviti og óviðjafnanlegri fegurðartilfinningu. Og þekking vor á hin- um fullkomnustu mönnum, sem verið hafa uppi, segir oss, að alfaðir lífsins búi líka yfir óbrigðulli sannleiksást, full- kominni réttlætistilfinningu og takmarkalausum kærleika. — Því að, hvernig er unnt að gera sér skynsamlega grein fyrir uppruna hinna dásamlegustu eiginleika mannssálar- innar, ef vér ekki göngum út frá, að þeir búi í þeirri and- legu uppsprettu, sem sálir mannanna hljóta að stafa frá? -----Um leið og vér tökum að hugsa um alföður lífsins sem réttláta og kærleiksríka vitsmunaveru, sem hljóti að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.