Morgunn


Morgunn - 01.06.1953, Page 80

Morgunn - 01.06.1953, Page 80
74 MORGUNN hafa sett lífi voru eitthvert veglegt markmið, með þrosk- un vora og farsæld fyrir augum, hlýtur hugsuninni um annað líf að skjóta upp í huga vorum. Hugmyndin um annað líf hlýtur að verða í órjúfanlegum tengslum við hugmyndina um Skaparann sem réttláta og kærleiksríka veru. Þó að ekkert væri vitað um annað líf, þó að engin vitneskja hefði nokkru sinni borizt til vor um það að handan, hlyti eftirvæntingin og fullvissan um það að þrengja sér inn á alla sæmilega skyni borna menn, af rök- fræðilegum ástæðum, sem siðferðileg nauðsyn. — Ástæð- an til þessa er sú, að það er fjarri því að jarðlífið eitt út af fyrir sig geri réttlætinu fullkomin skil og því síður kær- leikanum. Ef mennirnir og hinar aðrar lífverur á þessari jörð, sem hefur verið gefinn hæfileikinn til að þjást og njóta, ættu ekki í vændum neitt annað líf en þetta, gæti höfundur lífsins hvorki verið réttlát vera né kærleiksrík. Mannlífið hefur bæði fyrr og síðar átt til gnótt af dæm- um um einstaklinga, sem hafa lifað óguðlegu lífi alla sína æfi, verið fullir af rangsleitni og leitt viljandi alls konar böl yfir sína samferðamenn á lífsleiðinni, en þrátt fyrir það verið leyft að baða í rósum svo að segja frá vöggu til grafar. Og lífið hefur ekki færri sögur að segja um góða og grandvara menn, sem aldrei hafa viljað gera svo mikið sem flugu mein, en hafa þrátt fyrir það átt við óaflátanlegt andstreymi og hrakföll að búa. — Sum af þessum dæmum um harðneskju og tillitsleysi jarðlífsins eru svo átakanleg, að þau bókstaflega knýja oss til að gera oss einhverja viðunandi grein fyrir því, undir hvaða kringumstæðum þau geti átt sér stað í tilveru, sem sé stjórnað af viti og réttsýni. — Leiðum til dæmis hugann að þeim, sem fæðast inn í þennan heim hræðilega van- skapaðir eða sem fávitar eða haldnir af ólæknandi, kvala- fuilum sjúkdómi, sem gerir allt jarðlífsskeið þeirra að óslitinni, þjáningarfullri hrakfallabraut frá byrjun til enda. — Hvílíkt hræðilegt ranglæti væri framið með þvi, að láta slíka menn verða til, ef jarðlífið væri einasta tilvera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.