Morgunn


Morgunn - 01.12.1948, Side 5

Morgunn - 01.12.1948, Side 5
Bceða Einars H, Kvarans árið 1908 Erindi þetta flutti Einar H. Kvaran fyrir nokkurum vinum úr Tilraunafélaginu, sem starfaði með Indriða heitnum Indriðasyni. Þótt erindið sé orðið 40 ára gamalt, er það fyllilega timabært enn °S prentað hér samkvæmt margra óskum, sem heyrðu Einar E. Kvaran flytja það á afmælishátíðinni í fyrra vetur. Ritstj. Fyrir 60 árum, árið 1848, var merkisár í sögu mann- kynsins. Byltingahugurinn var þá svo öflugur. Frelsis- öldumar urðu að holskeflum. 1 hverja mannkynssögu, sem Þið lítið, sjáið þið skýrt frá því, hvernig mannsandinn reis gegn bælingunni og ofbeldinu það ár á Frakklandi, i Italíu, í Austurríki, á Þýzkalandi, á Norðurlöndum. En engin mannkynssaga skýrir, svo mér sé kunnugt, frá langmerkilegustu byltingunni, sem það ár gerðist. Sú bylting gerðist vestur í Ameríku, eins og þið vitið. Og hún er í því fólgin, eftir því sem milljónir manna í ver- Öldinni eru nú sannfærðir um, að samband fannst milli t>essa heims og annars. Ekki svo að skilja, að ekki hafi verið samband áður tthlli heimanna. Ævinlega hefur drottinn staðið í sam- handi við börn sín, eins og útsærinn stendur í sambandi yið fjörðinn, eins og sólin stendur í sambandi við daginn. Og ég get ekki hugsað méT nokkurt það tímabil í sögu ttiannkynsins, síðan er það varð að skynsemi gæddum verum, þegar það hafi með öllu farið varhluta af áhrif- Um frá þjónustusömum öndum, eins og ritningin kemst að orði. Mér skilst svo, sem öll trúarbrögð veraldarinnar beri vitni um einhvers konar samband milli heimanna. °g einstakir menn hafa gert það á öllum öldum. Svo að byltingin er ekki fólgin í því, að sambandið

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.